Fréttir

Reykskynjari sannar gildi sitt.

Reykskynjari og hárrétt viðbrögð húsráðanda komu í veg fyrir stórtjón þegar að eldur kom upp í húsi á Akureyri aðfaranótt miðvikudags. Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um miðnætti um eld í einbýlishúsi við Kringlumýri á Akureyri. Þar hafði eldur kviknað út frá eldavélahellu sem hafði líklega kviknað á þegar verið var að þrífa hana um kvöldið. Húsráðandi var sofandi heima ásamt 2 börnum sínum þegar reykskynjari fór í gang og vakti heimilisfólk. Húsmóðirin sýndi mikið snarræði og slökkti eldinn með handslökkvitæki áður en hann náði að breiðast út.  

Laust til umsóknar starf eldvarnaeftirlitsmanns Slökkviliðs Akureyrar.

Hjá slökkviliði Akureyrar er laust til umsóknar starf eldvarnaeftirlistmanns. Um er að ræða 100 % starf í dagvinnu. Laun eru skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- sjúkraflutningamanna.

112 dagurinn heppnaðist vel

Frétt af akureyri.isSíðasta sunnudag héldu viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum hinn svokallaða 112 dag, sem var helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Markmiðið með 112 deginum var að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.

Laus störf

Hjá Slökkviliði Akureyrar eru laus til umsóknar störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Um er að ræða 100 % störf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarflutninga. Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna.

Endurmenntun sjúkraflutningamanna

Nú í janúar hafa allir starfsmenn SA setið endurmenntunarnámskeið Sjúkraflutningaskólans.  Hver starfsmaður hefur setið tveggja daga endurmenntun. 

Eldur í sumarhúsi

Um kl 01:58 barst Slökkviliði Akureyrar tilkynning um eld í sumarhúsi við Höskuldsstaði í Eyjafirði sem er um 10 km suðaustan Akureyrar.

Snjóflóð í Hlíðarfjalli.

Slökkvilið Akureyrar var kallað út vegna snjóflóðs í Hlíðarfjalli. Tilkynnt var að vélsleðamaður væri týndur.

Lok vítisviku

Laugardagur var lokadagur vítisviku Slökkviliðs Akureyrar.

Krefjandi æfingar í vítisviku.

Vítisvikan hefur gengið vel og nýliðarnir okkar fengið mikla fræðslu og krefjandi verkefni. 

"Vítisvika" nýliða.

“Vítisvika” er vinnuheiti á námskeiðs og þjálfunarviku fyrir þá starfsmenn sem ekki hafa lokið atvinnuslökkviliðsmannanámskeiði. Hún hófst kl. 13 í gær, mánudag með hlaupaæfingum nýliða upp og niður kirkjutröppurnar á Akureyri í fullum herklæðum með reykköfunartæki, þar sem mælt var hvað menn færu langt á einum loftkút.  Síðan tók við fræðsla um reykköfun en farið verður í fræðslu um öll helstu atriði starfs slökkviliðsmanna með áherslu á krefjandi æfingar.  Samtals eru 8 starfsmenn sem taka þátt í þessari þjálfun.