Fréttir

Nokkur orð frá slökkviliðsstjóra um árið sem er að líða

Árið sem er að líða hefur verið mjög viðburðaríkt fyrir Slökkvilið Akureyrar. Breytingar í búnaðar-, skipulags- og menntunarmálum slökkviliðsins sem ég fjölyrði ekki um hér............................

Nýjárskveðja

Vinna slökkviliðsmanna okkar í Hrísey er til fyrirmyndar.  Nú hafa þeir eins og undanfarin ár lokið við að heimsækja öll heimili þar sem föst búseta er.  Tilgangurinn er að endurnýja rafhlöður í reykskynjurum.  Eins skoða þeir slökkvitæki og slökkvibúnað sem er staðsettur á heimilunum................

Þroskað samfélag

Á þessum árstíma eru tíðar fréttir af íkveikjum og vandræðum vegna flugeldafikts hjá börnum og unglingum.  Í Reykjavík hefur t.d. verið mikið annríki hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðissins vegna bruna í ruslagámum og brunum tengdum flugeldum. Hér á Akureyri og nágrenni hefur þetta verið með öðrum og betri brag.  Ekkert útkall er ennþá skráð sem rekja má til nálægðar áramóta og aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem tveir drengir sprengdu rúðu með fikti með flugelda.  Við teljum að þessu leyti virðist samfélagið hér á Akureyri hafa náð þroska og ástæða til að þakka foreldrum fyrir að vinna með okkur með því að fylgjast með því hvað börnin eru að gera.

Róleg jólahátíð

Jólahátíðin var róleg hjá Slökkviliðinu á Akureyri.  Frá Þorláksmessu og fram á þriðjudag voru aðeins skráðir tveir neyðarflutningar, þar af annar eftir harðan árekstur á Þorláksmessu.  Nokkrir almennir flutningar hafa verið en þó færri en oftast áður um jól.  Eitt sjúkraflug var á jóladag frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og fór einn maður frá okkur í það ásamt lækni frá FSA.

Gleðileg jól

Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með von um að jólahátíðin verði friðsæl.

Sala á Glerártorgi

Eins og bæjarbúar og aðrir sem leið sína hafa lagt á Glerártorg núna undanfarna daga hafa séð, hafa slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á Akureyri verið þar við sölu á öryggisvörum fyrir jólin.  Þessi sala er á vegum Félags slökkviliðsmanna á Akureyri og er í tvennum tilgangi.  Annars vegar að minna fólk á nauðsyn þess að vera með eldvarnir í lagi heima fyrir og hins vegar fjáröflun fyrir félagið.

Áfallabæklingur á netið

Bæklingurinn "Eftir áfallið" er kominn á heimasíðuna á PDF formi.  Smellið á hlekkin "leiðbeiningar við áföll" hér til vinstri.

Sá gamli er klár fyrir jólin

Nú er búið að setja gamla Weaponinn í jólabúninginn. Þegar tæki, eins og "gamli rauður" eins og við köllum hann, er búið að skila sýnu hlutverki  sem útkallsbíll, þá verður að finna ný not. Það er því tilvalið að "viðran" um jólin, á viðeigandi hátt. Við vonum að bæjarbúum finnist hann jafn flottur og okkur hér hjá SA.

Útkall í morgun

Rétt fyrir kl. 6 í morgun barst Slökkviliðinu tilkynning um reyk í húsi við Hamarstíg á Akureyri.  Húsráðandi hafði vaknað við að reykur var kominn út um allt hús.  Slökkviliðið sendi þegar 4 menn á staðinn á dælubíl og sjúkrabíl, ennfremur sem kallaðar voru út tvær vaktir ásamt vakthafandi yfirmanni.

Búið að skreyta Veaponinn

D-Vaktin eyddi megninu af sunnudeginum í að skreyta veaponinn gamla,  og stendur hann núna á horninu á Árstíg/Tryggvabraut upplýstur og jólalegur.     þessi mynd er reyndar ekki af honum heldur af amerískum ladder sem var skreyttur á svipaðan hátt.