Sjúkrabifreiðar

Sjúkrabifreiðar Slökkviliðs Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar hefur yfir að ráða fjórum sjúkrabifreiðum. Ein bifreið er af gerðinni Benz Sprinter árg. 2015, tvær þeirra eru af gerðinni Benz Sprinter árg. 2008, og ein þeirra er af gerðinni Volkswagen Transporter árg. 2014. Einnig hefur SA yfir að ráða varabíl af gerðinni Ford Econoline 4x4 sem er gerður fullbúinn ef önnur bifreið bilar, hvort sem það er hjá SA eða annarsstaðar á starfssvæði HSN.

Rauði Kross Íslands á og rekur bifreiðarnar ásamt stærri sjúkrabúnaði, samkvæmt samningi RKÍ við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.  Allar bifreiðarnar eru sambærilegar hvað varðar sjúkrabúnað, bæði fastan og lausan og eru því allar búnar til að takast á við alvarleg tilfelli.

Hér fyrir neðan eru myndir af þeim bílum sem Slökkvilið Akureyrar hefur yfir að ráða.

sprinter

61-101 Benz Sprinter árgerð 2015

 

sprinter_eldri

 61-102 og 61-104 Benz Sprinter árgerð 2008

 

voffi

 61-103 Volkswagen Transporter árgerð 2014

 

liner

 61-105 Ford Econoline 4x4 árgerð 2000