Slökkvistarf

Undir útkallsdeild falla öll verkefni slökkviliðs sem snúa að viðbragði gagnvart þeim verkefnum sem slökkviliðinu ber skylda að sinna samkvæmt lögum um brunamál en einnig gagnvart öðrum verkefnum sem slökkviliðið hefur tekið að sér fyrir aðra aðila, svo sem sjúkraflutningar sem er á ábyrgð Heilsugæslunnar á Akureyri.  Slökkvilið Akureyrar hefur því margvíslegu þjónustuhlutverki að gegna við almenning og fyrirtæki á þjónustusvæði þess. Þjónustan er að mestu leyti skilgreind í lögum og reglugerðum en er þó víðtækari en svo. Auk sjúkraflutninga og slökkvistarfa er um að ræða: 

 Viðbrögð við umhverfismengun 
  Verðmætabjörgun, meðal annars vegna vatnsleka 
  Björgun vegna umferðaróhappa 
  Almannavarnir 
  Björgun úr ám, sjó og vötnum 
  Björgun utan alfaraleiða 
  Tilfallandi aðstoð við almenning

Starfsmenn liðsins gegna því mörgum ólíkum störfum sem krefjast fjölbreyttrar þjálfunar og tækjabúnaðar. Í liðinu eru menn sem eru þjálfaðir til aksturs, reykköfunar, sjóköfunar, sjúkraflutninga, eiturefnaköfunar, björgunar úr bílflökum með klippum, verðmætabjörgunar, björgunar úr erfiðum aðstæðum auk annarra tilfallandi starfa.

Einnig falla ýmis verkefni innan stöðvar undir útkallsdeild, svo sem æfingar, viðhald tækja og búnaðar, móttaka á gestum, heimsóknir í skóla í samvinnu við forvarnarfræðslu eldvarnareftirlits og ýmis önnur vinna.

Eiturefnaæfing