Flestir þeir eldar sem kvikna á heimilum eru útfrá rafmagni. Slökkvið á sjónvarpi, látið ekki rauða ljósið framan á tækinu loga. Notið aðeins fjöltengi með rofa, pössum okkar á því að hlaða ekki of miklu af rafmagnstækjum á eitt fjöltengi. Lekaliðar ættu að vera í öllum rafmagnstöflum og endurnýja ætti gamlar rafmagnstöflur og raflagnir, fáum fagmann í verkið.
Eldavélar 23 % af eldsvoðum
Sjónvarpstæki 20 %
Þvottavélar 11%
Rangrar notkunar 29%
Bilunar eða hrörnunar í búnaðir 69%
Lausra tenginga 2%
Rafmagnstaflan er hjarta rafkerfisins í hverju húsi. Um hana fer allt rafmagn sem notað er á heimilinu. Öryggin í rafmagnstöflunni eiga að varna því að of mikið álag eða skammhlaup valdi tjóni. Í eldri töflum eru bræðivör sem skipta þarf um þegar þau springa en í nýrri töflum eru varrofar sem slá út við bilun eða of miklu álagi. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um eldsmat. Í slíkum tilfellum er brýnt að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand rafmagnstaflna og gera úrbætur áður en skaðinn er skeður. Bent skal á að í öllum rafmagnstöflum er mikilvægt að hafa skýrar og læsilegar merkingar sem sýna meðal annars hvaða öryggi og hversu sterk öryggi eru fyrir hvern húshluta.
Við sækjum rafmagn fyrir þau tæki sem við notum í innstungur (tengla). Þær ættu að vera sem víðast í hverri íbúð, helst fleiri en ein í hverju herbergi. Innstungur þurfa að vera vel festar og tengiklær eiga að sitja tryggilega í þeim því að sambandsleysi getur valdið hita. Áríðandi er að skipta strax um brotin lok á innstungum til að varna því að heimilisfólk eða gestir komist í snertingu við rafmagn. Hægt er að fá innstungur með barnavörn og ýmsan annan búnað til að varna því að óvitar stingi hlutum í þær og skaði sig.
Leiðslur (lausataugar) flytja rafmagnið frá innstungunum í raftækin. Stundum þarf að nota fjöltengi (fjöltengla) og þá er vert að hafa í huga að ekki er gott að hafa mörg orkufrek raftæki tengd í eitt og sama fjöltengið. Til er góð regla sem segir að ekki eigi að setja meira en 2000W á hvern 10Ampera tengil. Einnig er varasamt að flytja rafmagn langar leiðir með grönnum, ójarðtengdum framlengingarleiðslum. Mikilvægt er að þessi rafbúnaður sé heill og óskemmdur. Brotnar klær og leiðslur með skemmdri einangrun bjóða hættunni heim. Jafnframt þarf að gæta þess að raftæki sem eiga að vera jarðtengd séu tengd í jarðtengdar innstungur og jarðtengingin ekki rofin með ójarðtengdu fjöltengi eða framlengingarleiðslu. Þetta á ekki síst við um tölvur og ýmsan tölvubúnað.
Á hverjum degi notum við ljósarofa til þess að kveikja og slökkva ljósin. Oft þarf að þreifa eftir rofum í myrkri. Þess vegna er afar brýnt að þeir séu vel festir, heilir og óbrotnir þannig að sem minnst hætta sé á að notandinn fái straum úr þeim. Rofar slitna með tímanum og sambandsleysi í þeim getur bæði verið óþægilegt og varhugavert. Nauðsynlegt er að fá löggiltan rafverktaka til að yfirfara rofa ef vart verður sambandsleysis eða þeir hitna mikið.
Kertaljós og skreytingar setja skemmtilegan svip á heimilin í skammdeginu og eru t.d. mikið notuð á aðventunni. Mikill eldsmatur getur hins vegar verið í aðventukrönsum og jólaskreytingum og algengt að þau valdi íkveikju og jafnvel miklu tjóni. Því er nauðsynlegt að umgangast þetta af mikilli varúð og það á að vera liðin tíð að kerti séu sett hlífðarlaus niður í blóma- og greniskreytingar. Sú einfalda regla gildir einnig í þessu sambandi að yfirgefa aldrei herbergi þar sem logar á kerti. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
Úrval kerta er fjölbreytt og hafa sum þeirra reynst varhugaverð, til dæmis kerti sem eru húðuð með gylltu eða silfurlituðu efni því stundum kviknar í húðunarefninu. Ílát sem kerti hafa verið steypt í hafa einnig reynst varasöm og dæmi eru um að sprittkerti hafi gosið. Hafðu kertaskreytingar ávallt á undirlagi sem ekki getur kviknað í og úðaðu eldvarnaefni yfir skreytingar. Slíkur úði hefur gefið góða raun og fæst í helstu blómaverslunum.
Það er orðið nokkuð algengt að fólk sé með arin eða kamínu á heimilinu. Til að koma í veg fyrir eldhættu, sprengihættu, eitrunarhættu og heilsuspillandi áhrif verður að gæta þess að búnaðurinn sé settur upp á viðurkenndan hátt. Hér eru nokkrar ábendingar er varða uppsetningu og notkun á slíkum búnaði:
Þitt eigið eftirlit
Gas sem notað er til eldunar er kallað F-gas og er að jafnaði blanda af própani og bútani. Eðlismassi þess er um 1,6 – 2 sinnum meiri en andrúmslofts. F- gas er eld og sprengifimt og þar sem það er bæði litlaust og lyktarlaust er ætíð blandað í það sterku lyktarefni. Eftirfarandi ber að hafa í huga varðandi gasið:
Ekki má geyma suðugas inni í íbúðarhúsum. Varðandi eldunargas er fólk hvatt til þess að kynna sér öryggisatriði er varða meðhöndlun og geymslu á slíkum búnaði.
Upplýsingar af heimasíðu SHS