Myndir

Logi og Glóð 2024

Fimmtudaginn 16. maí síðast liðinn var haldin útskriftarhátíð fyrir börnin úr elstu deildum leikskólanna sem þakklætisvott frá Slökkviliðinu fyrir þá góðu vinnu sem þau hafa sinnt í brunavörnum í leikskólunum í vetur. Þá voru leikskólarnir sóttir á rútum og boðið í heimsókn á Slökkvistöðina þar sem þau glímdu meðal annars við þrautabraut, fengu að æfa sig á brunaslöngunum og prófa reykköfun. Að lokum var svo öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Um 220 börn mættu á Slökkvistöðina og áttu með okkur frábæran dag.

Laus störf hjá Slökkviliði Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með reynslu til starfa í fastar stöður. Um er að ræða sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.

Fyrsta stafræna brunavarnaráætlun landsins

Sumarstarf

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.

112 dagurinn

Í ár ætla viðbragðsaðilar á Akureyri að halda saman upp á daginn á Glerártorgi sunnudaginn 11. febrúar næst komandi milli kl. 14 og 16. Á staðnum verða fulltrúar Slökkviliðs Akureyrar, Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, björgunarsveitarinnar Súlna, Rauða krossins og Frú Ragnheiðar sem munu kynna sína starfsemi fyrir áhugasömum. Einnig verða bifreiðar, tæki og búnaður viðbragðsaðila til sýnis.

Tölfræði 2023

Slökkvilið Akureyrar sinnir lögbundnum verkefnum eins og slökkvistörfum og eldvarnareftirliti, en einnig sjúkraflutningum fyrir Akureyri og nágrenni en auk þess sinna sjúkraflutningamenn SA öllum sjúklingum sem fluttir eru með sjúkraflugi á Íslandi.

Útskriftarhátíð Loga og Glóð

Í gær, þriðjudaginn 16. maí, var haldin útskriftarhátíð fyrir börnin úr elstu deildum leikskólanna sem þakklætisvott frá Slökkviliðinu fyrir þá góðu vinnu sem þau hafa sinnt í brunavörnum í leikskólunum í vetur. Þá voru leikskólarnir sóttir á rútum og boðið í heimsókn á Slökkvistöðina þar sem þau glímdu meðal annars við þrautabraut, fengu að æfa sig á brunaslöngunum og prófa reykköfun.

Aðkoma viðbragðsaðila að frístundahúsabyggð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar varðandi aðkomu viðbragðsaðila að frístundahúsabyggð. Við hvetjum alla sumarhúsaeigendur til þess að kynna sér þessar leiðbeiningar og gæta þess að aðgengi viðbragðsaðila sé gott.

Störf í boði - Verkefnastjóri á skrifstofu

Slökkvilið Akureyrar - Fullt starf Umsóknarfrestur: 19.03.2023

Laus störf hjá slökkviliði Akureyrar