Öll efni sem skilgreind eru hættuleg eiga að hafa auðskilin varúðarmerki límd á umbúðirnar. Einnig eiga þar að vera leiðbeiningar um viðbrögð við óhappi og upplýsingar um hvort leita þurfi læknis. Almennt má þó segja að besta leiðin sé að fara varlega í umgengni við öll efni. Mörg hættuleg efni, t.d. hreinsiefni, eru seld til heimilisnota og eru því til á mörgum heimilum í landinu. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvað fólk er með í höndunum og lesa vel leiðbeiningar á umbúðunum fyrir notkun. Gæta verður þess að blanda aldrei saman tveimur eða fleiri óskyldum efnum því saklaust efni til heimilisbrúks getur í sumum tilvikum orðið lífshættulegt við að blandast öðru slíku. Vítissóti, sem oft er notaður til að losa stíflur, er dæmi um slíkt en honum má aldrei blanda saman við önnur efni. Höfum eftirfarandi ávallt í huga við meðferð efna:
Sýra í rafgeymi bifreiðar er mjög hættuleg því ef hún slettist á hörund brennur undan henni. Skola verður svæðið með mjög miklu vatni og leita til læknis. Ef slys með hættulegt efni hefur orðið í nágrenni heimilisins eða vinnustaðarins mun slökkvilið og/eða lögregla láta íbúa vita hvernig bregðast skuli við. Það er gert með því að lögreglubílar aka um hverfið og tala til fólks í hátölurum eða með því að Neyðarlínan hringir í fólk á viðkomandi svæði. Fólk ætti alltaf að hlusta á tilkynningar í útvarpi þegar þannig stendur á. Sé hins vegar um minniháttar mengun að ræða þar sem ekki er talin þörf á að fólk yfirgefi heimili sín er gott að loka öllum gluggum og auka hitann í íbúðinni/húsinu verulega til að mynda yfirþrýsting sem vinnur gegn því að mengað loft komist inn.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Umhverfisstofnunnar og þar er einnig að finna leiðbeiningar um merkingar efna.
Upplýsingar af heimasíðu SHS