Fastráðnir eru 34 talsins og þar af ganga 30 vaktir. Lausráðnir árið 2024 eru tveir.
Unnar eru;
- morgunvaktir (07:00-14:00)
- kvöldvaktir (14:00-22:00)
- næturvaktir (22:00-07:00)
- dagvaktir (10:00-18:00)
- og 12 tíma helgarvaktir.
Vaktir starfsfólks eru fimm (A-B-C-D-E vakt). Dagvinnustöður eru fjórar: slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti og verkefnastjóri á skrifstofu. Starfsmenn eru bæði þjálfaðir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Slökkviliðið starfar á þremur starfsstöðvum: Árstíg 2, í Hrísey og Grímsey. Í Hrísey og Grímsey eru hlutastarfandi slökkviliðsmenn.
Eldur - líf og verðmætabjörgun
Slökkviliðið starfar samkvæmt ákvæðum laga nr. 75/2000, varðandi eldvarnir. Markmið slökkviliðsins er að bjarga mannslífum, eignum og umhverfi. Slökkviliðið á sex dælubifreiðar, stigabifreið, sexhjóla buggy bíl og þrjár þjónustubifreiðar. Í gildi er samningur við Brunavarnir Eyjafjarðar, sem að standa sex hreppar í kringum Akureyri, um að slökkviliðið þjónusti viðbragð og eldvarnareftirlit í þessum sveitarfélögum. Auk þess að sinna brunaútköllum veitir slökkviliðið ýmsa aðra neyðarþjónustu, s.s. vegna umferðaslysa, mengunarslysa, vatnsleka o.fl. Eldvarnareftirlit er stór þáttur í starfsemi slökkviliðsins. Starfsemi eftirlitsins er fólgin í yfirferð teikninga, skoðanir auk fræðslu fyrir almenning, fyrirtæki og stofnarnir.
Sjúkraflutningar /Sjúkraflug
Slökkviliðið annast sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslustöðvar Akureyrar, skv. samning við Sjúkratryggingar Íslands. Sjúkraflutningar eru hluti af heilbrigðisþjónustunni með það að markmiði að bjarga mannslífum, veita sjúkum og slösuðum aðhlynningu og koma þeim undir læknishendur. Til þess hefur slökkviliðið fimm sjúkrabifreiðar sem Rauði Kross Íslands á og rekur.
Slökkviliðið mannar einnig allt sjúkraflug á landinu. En um samstarf þriggja aðila er að ræða þ.e Norlandair sér um flugvélakost, SA sendir ávallt með einn neyðarflutningamann/bráðatækni og Sjúkrahúsið á Akureyri sendir lækni í þau flug sem þess er óskað. SA hefur mannað sjúkraflug síðan árið 1997 og síðustu ár hefur fjöldi sjúkrafluga farið stigvaxandi. Má segja að hvert ár sem líður sé metár þegar kemur að sjúkraflugi.
Yfirstjórn / bakvaktir S.A.
Gunnar Rúnar Ólafsson - slökkviliðsstjóri
Maron Pétursson - varaslökkviliðsstjóri
Jóhann Þór Jónsson - verkefnastjóri eldvarnaeftirlits
Varðstjórar:
A-vakt: Rolf Tryggvason
B-vakt: Friðrik Jónsson
C-vakt: Vigfús Bjarkason
D-vakt: Anton Berg Carrasco
E-vakt: Sigurður Hólm Sæmundsson