29.01.2007
Um kl 01:58 barst Slökkviliði Akureyrar tilkynning um eld í sumarhúsi við Höskuldsstaði í Eyjafirði sem er um 10 km suðaustan Akureyrar.
23.01.2007
Slökkvilið Akureyrar var kallað út vegna snjóflóðs í Hlíðarfjalli. Tilkynnt var að vélsleðamaður væri týndur.
14.01.2007
Laugardagur var lokadagur vítisviku Slökkviliðs Akureyrar.
12.01.2007
Vítisvikan hefur gengið vel og nýliðarnir okkar fengið mikla fræðslu og krefjandi verkefni.
09.01.2007
“Vítisvika” er vinnuheiti á námskeiðs og þjálfunarviku fyrir þá starfsmenn sem ekki hafa lokið atvinnuslökkviliðsmannanámskeiði. Hún hófst kl. 13 í gær, mánudag með hlaupaæfingum nýliða upp og niður kirkjutröppurnar á Akureyri í fullum herklæðum með reykköfunartæki, þar sem mælt var hvað menn færu langt á einum loftkút. Síðan tók við fræðsla um reykköfun en farið verður í fræðslu um öll helstu atriði starfs slökkviliðsmanna með áherslu á krefjandi æfingar. Samtals eru 8 starfsmenn sem taka þátt í þessari þjálfun.