31.10.2006
Rétt fyrir klukkan níu í kvöld var slökkviliðið beðið um aðstoð vegna elds í stórum heystabba við bæinn Miklagarð í Eyjafjarðarsveit. Kveikt hafði verið í heyinu í dag en mikill reykur barst frá eldinum og var farinn að valda íbúum í nágrenninu óþægindum.
30.10.2006
Framkvæmdaráð Akureyrarkaupstaðar hefur ákveðið að ráða Þorbjörn Haraldsson sem slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar.
24.10.2006
Nú standa yfir breytingar á húsnæði slökkviliðsins í Árstíg í kjölfar þess að við fengum allt húsið fyrir okkur.
13.10.2006
Sex sóttu um stöðu slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar. Umsóknarfrestur rann út 8. október sl.
13.10.2006
Valur Halldórsson, liðsmaður SA. sem verið hefur í paramedicnámi í Pittsburg síðan í ágúst, hefur hætt námi af persónulegum ástæðum. Hann er kominn til Íslands og kemur aftur til starfa um aðra helgi.
08.10.2006
Rétt fyrir klukkan sjö í morgun (sunnudag) var tilkynnt um eld að bænum Búlandi í Arnarneshreppi, skammt sunnan Hjalteyrar. Strax voru sendir dælubíll og tankbíll á staðinn en vitað var að langt er í vatn á þessum slóðum. Einnig fór sjúkrabíll og þjónustubíll með samtals 7 mönnum til viðbótar, ennfremur sem hjálp barst frá hjálparliði Arnarnesshrepps sem komu m.a. með haugsugur með vatni ef þyrfti. Fljótlega fékkst staðfest að allir voru komnir út en tvennt var í húsinu og vöknuðu þau við reykskynjara.
06.10.2006
Umsóknarfrestur um starf slökkviliðsstjóra rennur út á miðnætti 8. október. Nánari upplýsingar og umsóknir skal skila á vef Capacent.
02.10.2006
Tilkynning barst til Slökkviliðs Akureyrar um eld á neðri hæð í Hamragerði 25 á Akureyri kl. 00:05 í nótt. Strax voru sendir tveir dælubílar og sjúkrabíll á staðinn ennfremur sem kallaðar voru út vaktir á frívakt.