Fréttir

Níu manns fluttir á slysadeild eftir tvö umferðarslys

Níu manns voru fluttir á slysadeild Sjúkrahús Akureyrar eftir tvo harða árekstra sem urðu með skömmu millibili á þjóðvegi 1 á Svalbarðsströnd í dag.

Aftur eldur í Krossanesi

Í gærmorgun kom aftur upp eldur í Krossanesverksmiðjunni en verið er að rífa verksmiðjuna.

Vinningahafar í eldvarnargetraun

Héðinn Ingimundarson úr Lundarskóla og Sigrún R. Brynjólfsdóttir úr Glerárskóla eru vinningahafar þessa svæðis í eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna

Eldur í Krossanesverksmiðjunum

Í dag um kl. 15, kom upp eldur í klæðningu í turni gömlu Krossanesverksmiðjunar en verið er að rífa verksmiðjuna. Slökkviliðið sendi tvo dælubíla og körfubíl á vettvang og var fljótt að ráða niðurlögum eldsins.

Reykur / gufa

Slökkvilið Akureyrar var í morgun kallað að Hafnarstræti 86a. Tilkynning barst liðinu í gegnum Neyðarlínu og hafði tilkynnandi séð reyk leggja undan þaki hússins.

Mikið álag

Mikið álag myndaðist í gær í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar. Farin voru 6 sjúkraflug á einum sólarhring og varð að forgangsraða tilfellum miðað við alvarleika þeirra þar sem margar beiðnir komu á sama tíma..

Annir í sjúkraflugi

Talsverðar annir hafa verið í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar í dag. Þegar hefur verið óskað eftir sjúkraflugi fjórum sinnum frá miðnætti og eru sjúkraflutningamenn frá SA og Flugfélagið Mýflug að sinna því fjórða.

Ársskýrsla

Árið 2007 var viðburðarríkt hjá Slökkvilið Akureyrar.