Fréttir

Æfing slökkviliðs og lögreglu

Í gær var haldinn æfing slökkviliðs og lögreglu í “gömlu” Melbrekku við Melgerðismela. Á æfinguna ( sjá myndir ) voru boðaðir nýliðar slökkviliðsins, aðstoðarlið í Eyjafjarðarsveit og lögreglumenn frá Akureyri..............

Tryggingar starfsmanna SA

Að gefnu tilefni við ég leiðrétta orð starfsmanns SHS í fréttamiðlinum NFS 29.maí 2006. Starfsmenn okkar eru tryggðir í öllum þeim störfum sem slökkvilið Akureyrar sendir þá í, einnig til sjós. Þetta skiptir starfsmenn okkar miklu máli gagnvart sínum fjölskyldum og skal því hér koma skírt fram að stjórnendur slökkviliðsins er umhugsað um öryggismál og tryggingar starfsmanna, þannig er það og þannig hefur það verið. Það er ljóst að starfsemi og umfang Slökkviliðs Akureyrar er langt umfram það sem felst í því að vera “bæjarslökkvilið”, búnaðarmál og þjálfun starfsmanna eru unnin með tilliti til þess. Það hefur einnig verið stjórnendum slökkviliðsins ljóst til margra ára að tryggingar okkar starfsmanna þurfa að ná til allra okkar starfa hvort heldur er um er að ræða störf á landi, til sjós í sjúkraflugi, í kennslu á landsbyggðaflugvöllum eða öðru. Erling Þór Júlínusson Slökkviliðsstjóri

Formlegar afhendingar á Sauðárkrók

Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar afhendi formlega forseta bæjarstjórnar Skagafjarðar körfubifreið sem Akureyrarbær seldi Sveitarfélagi Skagafjarðar nýverið. Við óskum Brunavörnum Skagafjarðar og Skagfirðingum til hamingju með þetta og vonumst til að tækið reynist vel. Ólafur Gíslason/Eldvarnamiðstöðin afhendi bæjarstjóranum formlega nýjan tankbíl ( skagafjordur.com ).

Köttur upp í tré

Slökkvilið Akureyrar bjargar á ári hverju nokkrum köttum sem hafa ofmetið eigin klifurhæfni og sitja fastir upp í tré.  Sl. föstudag var einn slíkur kominn ofarlega í eitt af hæstu trjánum á Akureyri við Bjarkarstíg.  A-vaktin brást að vonum skjótt við og bjargaði málunum.  Ljósmyndarar voru á staðnum og tóku nokkrar myndir.

Útskrift sjúkraflutningskólans

Föstudaginn 19. maí klukkan 17:00 verður útskriftarathöfn hjá Sjúkraflutningaskólanum. Að þessu sinni verða útskrifaðir 63 nemendur sem lokið hafa grunnnámskeiði í sjúkraflutningum eða námskeiði í neyðarflutningumi. Auk útskriftar verða flutt nokkur ávörp, niðurstöður rannsóknar varðandi viðhorf sjúkraflutningamanna til þekkingar og þjálfunar í endurlífgun kynntar og síðast en ekki síst þá mun skólinn veita viðtöku höfðinglegri gjöf frá A.Karlssyni en um er að ræða hjartastuðtæki sem notað er í kennslu á námskeiðum skólans. Tveir liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar, Helgi Schiöth og Kristján Karlsson útskrifast með EMT-Basic próf.

Rýmingaræfing í Síðuskóla.

Haldinn var rýmingaræfing í Síðuskóla í morgun.  Æfing þessi var ekki undirbúin að öðru leyti en að auglýst hafði verið á kennarastofu s.l. miðvikudag, að fyrir skólalok yrði haldinn rýmingaræfing

ICE, einföld en snjöll hugmynd !

Eftir að hafa æ ofan í æ lent í vandræðum með að finna símanúmer nánustu aðstandenda þeirra sem lent höfðu í slysum eða skyndilegum veikindum fékk breskur sjúkraflutningamaður þá góðu hugmynd að gott væri að fólk setti símanúmer einhvers sinna nánustu í símaskrá GSM símans undir nafninu ICE en ICE er skammstöfun fyrir In Case of Emergency.

ICE

Er ICE-neyðarnúmer í GSM símanum þínum? ...

Mánudagur hjá Slökkviliði Akureyrar

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir teknar í morgun, mánudaginn 8. maí 2006.  Margt er í gangi hér stöðinni og fyrir utan það sem fyrir augu ber voru tveir sjúkrabílar í flutningum.  Voræfingar voru hjá B og D vakt, leikskóli var í heimsókn, sumarstarfsmaður á Egilsstaðaflugvelli var hér í fræðslu, sérsveitarmaður hjá lögreglunni er í þjálfun á sjúkrabíl auk daglegra starfa á stöðinni.

Slökkviliðið í viðskiptalífinu !

Það er ekki hægt að segja annað en að vegir slökkviliðsins liggja víða !......