24.03.2006
Það eru öll rök fyrir því að björgunarþyrlu sé best ráðstafað hér á Akureyri. Rökin fyrir því eru eftirfarandi, þá er ég að tala um þyrlu umfram þær sem áður hafa verið til taks................
24.03.2006
Hér má sjá 10m3 “Mengunarhýsi” sem SA er með í smíðum hjá MT-bílum á Ólafsfirði. Uppstillingin með þessi hýsi er að vera með þyrlutækan búnað vegna viðbragðs við mengunarslysum..........
18.03.2006
Þá er Akureyrarvikunni lokið hjá Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Brunavarna Suðurnesja. Eftir helgi verða allir námskeiðsmennirnir okkar og Reykvíkinganna í Reykjavík, þar sem þeir klára 540 klst. atvinnumanna námsskeið Brunamálastofnunar þ.e. þann 30. mars...................
14.03.2006
Í næstu viku fer allur hópurinn til Reykjavíkur í stífar æfingar. Þar munu okkar menn vera Slökkviliði Akureyrar til sóma, eins og Reykvíkingarnir hafa verið hér.
14.03.2006
Það gengur mikið á hjá okkur þessa vikuna, 9 félagar okkar úr Reykjavík eru með námskeiðsmönnunum okkar 4 á æfingum alla vikuna. Gærdagurinn byrjaði á “spottaæfingum” bóklegt fyrir hádegi og verklegt eftir hádegi. Í dag eru verklegar reykköfunaræfingar allan daginn í húsi Skinnaiðnaðarins, eins og sjá má eru mikil átök í gangi.
Þema vikunnar er samstarf/samvinna, í tilefni þess lásu Viðar Þorleifsson varðstjóri og Erling slökkviliðsstjóri yfir námskeiðsmönnum í gær.
13.03.2006
Eins og einhverjir hafa tekið eftir hefur Slökkvilið Akureyrar ekki sinnt þjónustu á þjónustuborðum 112 á Akureyri frá því í lok janúar, tímabundinn samningur sem gerður var við Neyðarlínuna fyrrihluta síðasta árs rann út um áramót..................
10.03.2006
Slökkvilið Akureyrar hefur fest kaup á eldvörðum sokkum fyrir starfsmenn sína. Um er að ræða sokka sem Trico hf. á Akranesi framleiðir. Öryggissokkar Trico verið prófaðir hjá viðurkenndri rannsóknarstofnun í Frakklandi, de Textile de France og stóðust sokkarnir hæsta stig staðalsins EN 533. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu Trico.
09.03.2006
Umhverfisráðherra hefur heimilað Brunamálastofnun að verja 100 milljónum króna á þessu ári til þess að efla eldvarnir og viðbrögð við mengunarslysum um allt land. Björn Karlsson, brunamálastjóri, segir að um sé að ræða stærsta einstaka átakið til að efla eldvarnir í landinu um áratugaskeið.
07.03.2006
Viðar Þorleifsson og Finnur Sigurðsson voru með námskeiðsstrákana okkar í Margréti EA í gær og skrifar Viðar eftirfarandi á innri heimasíðuna okkar.
Það reyndi á strákana okkar á námskeiði atvinnuslökkvara í gær er þeir þreyttu erfiðar reykköfunaræfingar í Margréti EA en þar reyndi á úthald og rötun í skipi við erfiðar aðstæður. Þarna eru á ferðinni frábærir verðandi atvinnuslökkviliðsmenn sem við getum verið stoltir af .
07.03.2006
Það reyndi á strákana okkar á námskeiði atvinnuslökkvar í gær er þeir þreittu erfiðar reykköfunaræfingar í Margréti EA en þar reyndi á úthald og rötun í skipi við erfiðar aðstæður.Þarna eru á ferðini frábærir verðandi atvinnuslökkviliðsmenn sem við getum verið stoltir af