Fréttir

Logi og Glóð 2024

Fimmtudaginn 16. maí síðast liðinn var haldin útskriftarhátíð fyrir börnin úr elstu deildum leikskólanna sem þakklætisvott frá Slökkviliðinu fyrir þá góðu vinnu sem þau hafa sinnt í brunavörnum í leikskólunum í vetur. Þá voru leikskólarnir sóttir á rútum og boðið í heimsókn á Slökkvistöðina þar sem þau glímdu meðal annars við þrautabraut, fengu að æfa sig á brunaslöngunum og prófa reykköfun. Að lokum var svo öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Um 220 börn mættu á Slökkvistöðina og áttu með okkur frábæran dag.