Fréttir

Fyrsta stafræna brunavarnaráætlun landsins

Sumarstarf

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Um er að ræða afleysingastörf vegna sumarleyfa starfsmanna við sjúkraflutninga, slökkvistörf og önnur almenn störf slökkviliðsins. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.

112 dagurinn

Í ár ætla viðbragðsaðilar á Akureyri að halda saman upp á daginn á Glerártorgi sunnudaginn 11. febrúar næst komandi milli kl. 14 og 16. Á staðnum verða fulltrúar Slökkviliðs Akureyrar, Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, björgunarsveitarinnar Súlna, Rauða krossins og Frú Ragnheiðar sem munu kynna sína starfsemi fyrir áhugasömum. Einnig verða bifreiðar, tæki og búnaður viðbragðsaðila til sýnis.