Fréttir

Erill á Öskudaginn

Mörg hundruð börn og unglingar eru búinn að heimsækja okkur á slökkvistöðina í dag, til að syngja fyrir okkur. Það er greinilegt að undirbúningurinn hjá börnunum er töluverður í klæðnaði og æfðum lögum, sum hver frumsamin. Hér á myndinni er leikskólinn Lundasel, eldri krakkarnir eru leikskólakennararnir ! Á myndinni eru líka Elín, Guðrún og Snæfríður frá Reykjavík. Í dag munum við setja inn myndir af krökkunum í "Myndir" hér til hliðar á síðunni.

SA í aðgerðum á Hofsjökli

Sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar taka nú þátt í aðgerðum á Hofsjökli vegna slyss.  Slysið varð með þeim hætti að jeppi lenti í sprungu og ljóst var að ná þyrfti tveim mönnum úr bílnum og upp úr sprungunni.  Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins í því skyni að senda klippubúnað og þjálfaða menn á staðinn.  Fóru 4 menn með Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, en þeir eru jafnframt félagar í Súlum og hafa einnig mikla reynslu í fjallabjörgun. Fóru þeir með fullkominn klippubúnað með sér, auk fjallabjörgunarbúnaðar.  Auk þeirra eru á staðnum tveir slökkviliðliðsmenn til viðbótar sem fóru á vegum hjálparsveitarinnar Dalbjargar en þeir eru félagar í Dalbjörgu.

Mikið að gerast hjá námsskeiðsmönnum okkar !

Nú er liðið á 4. dag í seinni hluta 540 klst. námsskeiðs atvinnuslökkviliðsmanna sem hófst á mánudag. Námsskeiðið er á vegum Brunamálastofnunar en er unnið í verktöku af Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Suðurnesja. Námsskeiðið er að hluta til unnið með fjarfundarbúnaði þar sem á þessu sama námsskeiði eru 11 nemendur í Reykjavík..............

Námskeið í flugvernd

Í gær, þriðjudaginn 21. febrúar, sátu allir slökkviliðsmenn hjá SA, ásamt lögreglu, starfsfólki FÍ og FSM á Akureyrarflugvelli, námskeið í flugvernd á vegum Flugmálastjórnar Íslands.  Farið var almennt í flugvernd, hvað felst í hugtakinu, vinnubrögð og fleira.

Ársskýrsla Slökkviliðs Akureyrar 2005

Í Slökkviliði Akureyrar eru 32 fastráðnir starfsmenn, 26 á fjórskiptum vöktum og 6 í dagvinnu. Það eru 3 slökkvistöðvar, Árstígur, Hrísey, Akureyrarflugvöllur og starfstöð þjónustuborða 112 á Akureyri í Þórunnarstræti ( lögreglustöðinni ).

Segja það rétta – Gera það rétta

Haraldur Guðjónsson slökkviliðsmaður frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins var með námsskeiðið “Segja það rétta – Gera það rétta” fyrir okkur í gær. Námsskeiðið var haldið fyrir 7 starfsmenn okkar sem ekki höfðu farið í gegnum þetta efni áður. Námsskeiðið var um að nálgast fólk og aðstoða sem orðið hefur fyrir ástvinamissi, þ.e. hvernig slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta tileinkað sér betra verklag gagnvart aðstandendum og frágang á vettvangi.

Afhending verðlauna í eldvarnagetraun

Í tengslum við eldvarnarátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna sem fór fram dagana 21-30. nóvember s.l. voru afhent verðalaun í getraun sem lögð var fyrir 8 ár börn.  Afhendingin fór fram á 112 deginum sem haldin var s.l. laugardag í húsnæði hjá Súlum björgunarsveitinni.  Það kom í hlut Sunnu Rósar Guðbergsdóttur í Lundarskóla og Elísar Breiðfjörð í Hrafnagilsskóla að þiggja verðlaun sem komu í hlut þeirra sem þátt tóku hér á Eyjafjarðarsvæðinu. 

Velheppnaður 112 dagur

112 dagurinn heppnaðist með ágætum.  Dagurinn byrjaði með hópakstri lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveitarinnar Súlna um bæinn.  Síðan var opið hús hjá Súlum frá 13-17 þar sem þessir aðilar, ásamt Rauða Krossinum, sýndu búnað og tæki.  Hér má sjá myndir frá sýningu hjá Súlum.

112 dagurinn

Laugardaginn 11. febrúar verður haldið upp á 112-daginn, sem er nú haldinn í annað sinn. Það er Neyðarlínan sem stendur fyrir þessum degi til að kynna starf viðbragðsaðila um allt land. Á Akureyri verður hópakstur viðbragðsaðila, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveitarinnar kl. 11:30 og síðan verður opið hús hjá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, að Hjalteyrargötu 12 frá kl. 13:00 til 16:00.Megininntak þess sem hér verður í boði er samvinna björgunaraðila.  Slökkvilið Akureyrar verður með 2-3 bíla á lóðinni hjá Súlum, m.a. nýjan körfubíl og verða m.a. sýndir möguleikar á nýtingu körfubíls við björgun.  Einnig verða afhent verðlaun í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.  Sjúkraflutningamenn og félagar í Súlum sýna búnað til sjúkraflutninga.

Endursmíði Man- körfubílsins er að ljúka

Til gamans er hér mynd af bílnum eins og hann er í dag, ég mun fjalla nánar um bílinn og endursmíðina að verki loknu. Ef að líkum lætur mun bíllinn verða með hlutverk í sameiginlegri uppstillingu okkar og Björgunarsveitarinnar Súlna á laugardaginn, 112 daginn.