30.05.2009
Rétt fyrir klukkan 19 í kvöld var Slökkviliðið á Akureyri kallað út að kjötvinnslu Norðlenska við Grímseyjargötu. Eldboð barst stjórnstöð Öryggismiðstöðvar og þegar vaktmaður kom á staðinn var talsverður reykur í miðrými hússins.
22.05.2009
Í dag fóru tveir sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar ásamt einum lögreglumanni og heimsóttu börn í 5. – 9. bekk í Lundarskóla. Erindið var að ræða við börnin um mikilvægi þessa að nota reiðhjólahjálma við hjólreiðar og almennt um hjálmanotkun þegar að verið er á línuskautum, hjólabrettum og hverslags búnaði með hjólum.
14.05.2009
Í dag tökum við á móti tæpum 300 börnum á slökkvistöðina. Það er nokkurs konar uppskeruhátíð verkefnissins um Loga og Glóð sem hefur verið keyrt með öllum 6 ára börnum og leikskólum bæjarins í vetur.
Við bíðum spennt eftir þessu, því þetta er svooo gaman.