SA kaupir eldvarða sokka frá Trico

Sokkarnir hafa kosti sem lýsa sér í einstakri eldvörn og mjög lágri hitaleiðni.  Eiginleikar sokkanna koma í veg fyrir bruna af völdum málmslettna, loga og hita af sérhverjum toga.  Sokkarnir eru einnig mjög sterkir og endingargóðir.  Efnið sem notað er í sokkana hrindir frá sér vökva og heldur hitastigi húðarinnar í jafnvægi sem gerir sokkana einstaklega þægilega.

 

 

Gæði sokkanna eru mjög mikil sem er ástæða þess að tekist hefur að gera samninga við Alcan álver í Bretlandi og slökkvilið Kaupmannahafnar sem einnig sér um að útvega öðrum starfsmönnum borgarinnar sokka.  Nýlega barst einnig fyrirspurn um sokkana frá álveri í Suður Kóreu og hafa sýnishorn verið send þangað.  Það er ekki algengt að vara á borð við sokka sé framleidd á Íslandi og seld erlendis, hvað þá til Asíu.  Trico hefur í gegnum árin lagt mikla áherslu á vöruþróun, gæði og vönduð vinnubrögð.  Til að mynda hafa öryggissokkar Trico verið prófaðir hjá viðurkenndri rannsóknarstofnun í Frakklandi, de Textile de France og stóðust sokkarnir hæsta stig staðalsins EN 533.  Þessir erlendu samningar eru mjög þýðingarmiklir fyrir Trico.  Þeir gefa sokkunum vissan gæðastimpil sem er nauðsynlegur fyrir markaðssetningu á viðkomandi vöru og styrkja ennfremur stoðir Trico.

 

 

Öryggissokkar Trico henta öllum þeim sem vinna í lokuðum skóm allan daginn svo sem flestum iðnaðarmönnum og við aðstæður þar sem hætta af völdum hita af sérhverjum toga er fyrir hendi.  Göngufólk og annað útivistafólk hefur einnig verið mjög hrifið af sokkunum.  Helstu viðskiptavinir Trico hérlendis eru Alcan á Íslandi, Norðurál og Íslenska Járnblendifélagið.

Af heimasíðu Trico.