Æfingin hófst á “innbrotstækni” lögreglu og vatnsöflun með lausri dælu úr nálægum læk. Í framhaldinu var æfð blind leit reykkafara með nýliðum og lögreglu. Áhersla var lögð á að slökkviliðsmenn og lögreglumenn kynntu sér búnað og starfsaðferðir hvors annars. Að lokum var húsið brennt þar sem nýliðar okkar og lögregla tókust á við að hemja eldinn. Æfingin tókst vel ekki síst gagnvart því að efla samstarf og skilning slökkviliðs og lögreglu á störfum hvors annars.