Fréttir

Man körfubíllinn

Lagfæringarnar á Man körfubílnum sem við keyptum frá Reykjavík ganga vel. Verkið er á áætlun og á bíllinn að vera útkallsfær í janúar. Það er slökkviliðinu mikils virði hve starfsmenn liðsins eru liðtækir í að annast viðgerðir og viðhald á tækjunum.

Aðstoðarslökkviliðsstjórar

Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.

Aðstoðarslökkviliðsstjórar

Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.

Aðstoðarslökkviliðsstjórar

Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.

Aðstoðarslökkviliðsstjórar

Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.

Ánægjulegur afmælisdagur

Formlegheitin byrjuðu kl. 13:00 með ræðu slökkviliðsstjórans um stöðu slökkviliðsins í dag. Það eru búnar að vera miklar breytingar undanfarið í öllu umfangi slökkviliðsins og þjónustu. Breytingar á samningum, nýir samningar, fjölgun í starfsmannahaldi, kaup á bílum og búnaði og núna samþykkt framkvæmdaráðs í gær að stækka aðstöðu slökkviliðsins fyrir starfsmenn og búnað um rúma 600 m2.

Hópakstur og vatnssýning

Í dag fór Slökkviliðið í hópakstur um bæinn.  Alls tóku 11 bílar þátt í akstrinum en flugvallarbílar og Hríseyjarbíll voru að sjálfsögðu ekki með og einn sjúkrabíll var utanbæjar í flutningi.  Keyrður var stór hringur um bæinn í rólegheitum með öll blikkljós kveikt.  Þegar keyrt var framhjá miðbæ voru sírenur einnig þeyttar.  Við "menningarhúsið" var stoppað og bílum raðað upp.  Þar voru upplýstir tveir vatnsveggir auk þess sem stærsti stútur slökkviliðsins sprautaði tugi metra í loft upp.  Bátaflokkur var með bátinn og meðlimir hentu sér í sjóinn og sýndu björgun fólks úr sjó.  Þeir kveiktu einnig á neyðarblysum í sjónum og var þetta skemmtilegt sjónarspil.

Sýningaræfing tókst vel

Í gær var fyrsti viðburðurinn af þeim sem tengjast 100 ára afmæli Slökkviliðs Akureyrar.  Sett var upp umferðarslys á Krossanesbraut þar sem þrír bílar höfðu keyrt saman og var einn á hvolfi,  fjórir sjúklingar voru fastir í bílunum og þurfti að beita klippum til að ná þeim út.  Um 15 slökkvliðs- og sjúkraflutningamenn tóku þátt í æfingunni sem tókst afar vel.  Að þessu sinni var áhorfendum boðið að koma alveg upp að slysstað og fylgjast með störfum okkar.  Ennfremur voru fjölmiðlamenn mættir og tóku mikið af myndum.  Myndin sem hér fylgir er einmitt tekin af Kristjáni Kristjánssyni ljósmyndara Morgunblaðsins.

Opið hús

Núna næstu daga stendur mikið til því Slökkvilið Akureyrar verður 100 ára þann 6. desember, en þann dag árið 1905 skipaði Bæjarstjórn Akureyrar fyrsta Slökkviliðsstjórann.  Af því tilefni verður ýmis dagskrá næstu daga.  Á fimmtudag verður sviðsett umferðarslys þar sem bæjarbúum gefst kostur á að fylgjast með störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vettvangi.  Á föstudag verður hópakstur allra tækja slökkviliðsins sem endar við Torfunesbryggju þar sem sett verður upp vatnssýning.  Á laugardag verður síðan formleg afmælisathöfn kl. 13 þar sem m.a. verður opnuð ný heimasíða slökkviliðsins, slokkvilid.is,  ennfremur sem kynntur verður nýr bæklingur sem ber nafnið "Eftir áfallið".  Bæklingurinn er til leiðbeiningar fyrir fólk sem lent hefur í eldsvoða eða eignatjóni.  Hann er gefin út af  Slökkviliðinu í samvinnu við tryggingarfélögin sem studdu gerð hans með mjög myndarlegum hætti.    Kl. 13:30-16 verður síðan opið hús þar sem ýmis dagskrá verður í gangi. Vonast er til að sem flestir taki þátt í að gera daginn eftirminnilegan fyrir okkur og aðra. Um kvöldið heldur starfsmannafélagið "litlu jólin" fyrir okkur og í tilefni dagsins hefur verið ákveðið að bjóða  fyrrverandi slökkviliðsmönnum, að vera með.

Eldvarnavika í grunnskólum.

Þá er að ljúka annasamri viku í fræðslu.  Búið er að fara í alla 3.bekki til að fræða börnin um hættur af eldi, rýmingu húsa og að sjá til þessa að það verði skipt um rafhlöðu í reykskynjurum nú í desember á þeirra heimili.