22.11.2005
Fræðsla og æfing í Sjafnarhúsi verða þriðjudaginn 22. nóvember fyrir B og C. vakt. Tilgangurinn er að fara yfir þær stærri hættur sem eru á okkar starfssvæði og hvaða búnað við höfum til að eiga við þær hættur. Sérstaklega er sjónum beint að starfsemi í Sjafnarhúsi og mun æfing miða að því að bregðast við óhöppum þar. Umsjón hafa Finnur Sigurðsson og Magnús V. Arnarsson
21.11.2005
Ráðherra skrifaði undir samninga við Slökkvilið Akureyrar og Mýflug í morgun.
19.11.2005
Heilbrigðisráðherra skrifar undir samninga við Slökkvilið Akureyrar og Mýflug kl. 11:00 laugardaginn 19 nóvember.
16.11.2005
Nokkrar myndir frá Borgum
Flottar myndir sem sýna vel við hvaða aðstæður slökkviliðsmenn geta þurft að berjast.
15.11.2005
Í dag aðstoðaði slökkviliðið fyrirtækið Saga Film við auglýsingagerð. Aðstoð okkar fólst í því að dæla vatni inn á eina af snjóbyssum úr Hlíðarfjalli því snjókoma og fannfergi þurfti til að gera auglýsinguna trúverðuga en hún var tekin upp í innbænum.
12.11.2005
Á laugardag fengum við heimsókn frá Slökkviliði Húsavíkur og Slökkviliði Skagafjarðar. Myndin er af Guðmundi Kára aðst-slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar, Guðmundur var einn af þeim sem heilsuðu upp á okkur á laugardaginn.
12.11.2005
Á föstudaginn var stóræfing. 26 starfsmenn af 32 tóku þátt í æfingunni, æfingin tókst mjög vel.
11.11.2005
Í gær lauk mikilli námskeiðs viku í kennslu á handslökkvitæki. Það voru starfandi dagmæður sem mættu og fengu fræðslu í viðbrögðum við eldsvoða og notkun handslökkvitækja.
11.11.2005
Sprenglærðir slökkviliðsmenn ll + brenna Borgir á föstudaginn. Þetta er lokadagur í æfingarviku þar sem tekið hefur verið á ýmsum þáttum slökkvistarfs fyrir lengra komna.
08.11.2005
Laugardaginn 22. október var Slökkviliði Akureyrar afhentur nýr slökkvibíll frá MT- bílum sem verið hefur í smíðum á Ólafsfirði. Um er að ræða einn öflugasta slökkvibíl landsins af gerðinni Scania með 420 ha. vél og sjálfskiptingu. Bíllinn er með tvöföldu húsi og sætum fyrir 5 sem eru útbúinn þannig að slökkviliðsmenn fara í reykköfunarbúnað í sætum sínum á leið á eldstað.