Hæfniskröfur:
Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8.gr reglugerðar nr.792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
Hafa gott vald á að lesa úr teikningum, vinna tölvuvinnu og ensku.
Þegar hæfingu eldvarnaeftirlitsmanns er lokið skal hann vera fær um að stunda venjulegt eldvarnaeftirlit, skrifa skýrslur, bréf og sinna hverjum þeim störfum sem falla undir starfsemi og þjónustu slökkviliðs. Eldvarnaeftirlitsmaður skal vera fær um að annast kennslu fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Að loknum sex mánaða reynslutíma verður tekin ákvörðun um fastráðningu eftir að umsækjandi hefur gengist undir próf í þeim þáttum sem settir eru í hæfniskröfum.
Umsóknir
Sækja verður um starfið rafrænt á heimasíðu Akureyrabæjar:
http://www.akureyri.is/auglysingar/atvinnuumsokn/auglyst-starf/
Umsóknarfrestur er til 11.mars 2007.
Umsækjendur þurfa að skila inn eftirfarandi fylgigögnum:
Læknisvottorð, sakavottorð, prófskírteini og ljósrit af ökuskírteini.
Fylgigögnum má annað hvort skila inn til Slökkviliðs Akureyrar eða senda á rafrænu formi í umsóknarferli á heimasíðu Akureyrarbæjar. Fylgigögnum verður að skila eigi síðar en 11. mars.
Tekið verður tillit til jafnréttisáætlunar Slökkviliðs Akureyrar og samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.
Frekari upplýsingar veitir Magnús V. Arnarsson, yfireldvarnareftirlitsmaður Slökkviliðs Akureyrar, Árstíg 2, á staðnum eða í síma 461-4200, fax: 461-4205.
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri.