Við teljum þetta skólabókardæmi um mikilvægi þess að vera með reykkskynjara og slökkvibúnað til að bregðast við og kunna notkun hans. Í þessu tilfelli er ljóst að réttur búnaður og rétt viðbrögð forðuðu íbúum frá hugsanlegum miklum hörmungum.
Þegar eldur kemur upp skiptir hver mínúta máli, bæði að íbúar vakni og fái viðvörun um eld en ekki síður að þeir hafi búnað til að ráða við eld á byrjunarstigi. Þegar eldur er laus þá getur hann magnast hratt og getur skipt sköpum að ráða við hann strax. Þótt viðbragðstími slökkviliðs sé ekki nema nokkrar mínútur þá getur eldur orðið mjög magnaður á þeim tíma.
Við hjá Slökkviliði Akureyrar óskum viðkomandi íbúum til hamingju með frábær viðbrögð og hvetjum alla til að taka sér þetta til fyrirmyndar.