22.04.2010
Slökkvilið Akureyrar eykur við viðbragð á Akureyrarflugvelli í fyrramálið 23 apríl.
21.04.2010
Í gær 20. apríl kom beiðni til Slökkviliðs Akureyrar um sjúkraflug til AASIAT á vestur strönd Grænlands og sækja þangað tvo sjúklinga og flytja þá til Reykjavíkur..
20.04.2010
SA.-1
Vinna heldur áfram við SA- 1 gamla. En forsaga þess að ráðist var í þessa framkvæmd var að áhugasamir menn hér í bænum um fornbíla og annað gamalt sem hefur söfnunargildi og sögu fyrir Akureyrarbæ þ.e. einhver tæki sem hafa þjónað fyrir bæinn eða einstaklingum.
31.03.2010
Undanfarið hafa tveir heiðursmenn þeir Óskar Pétursson og Smári Jónatansson unnið við að lagfæra SA-1 gamla í sitt fyrra horf eða eins og hann var hér um bil þegar hann var smíðaur hér á Akureyri 1953 af þeim Braga á BSA og Sveini Tómasyni fyrrum slökkviliðsstjóra en það verk leystu þeir vel af hendi karlarnir.
29.03.2010
Fimm starfsmenn slökkviliðs Akureyrar luku í dag fyrri hluta náms atvinnuslökkviliðsmanna.
16.03.2010
Slökkvilið Akureyrar leitar þessa dagana eftir starfsmanni í fullt starf ásamt því að tvo vantar í sumarafleysingar hjá liðinu.
16.03.2010
Síðasta vika byrjaði kröftulega í sjúkraflugi, en mánudag um 08:00 kom fyrsta beiðnin um F-1 (hæsti forgangur) flug frá Akureyri til Reykjavíkur. Á meðan á því flugi stóð var óskað eftir F-1 flugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Ekki var liðin langur tími er beiðni kom um annað F-1 flug frá Norðfirði til Reykjavíkur. Í öllum tilfellunum var um alvarleg hjartatilfelli að ræða. Á meðan fyrsta flug var klárað þá var óskað eftir því að ekið væri með þann sem á Norðfirði var til Egilsstaða og síðan voru þessir tveir sjúklingar sóttir þangað og þeir fluttir til Reykjavíkur.
11.03.2010
Nú stendur yfir fyrri hluti námskeiðs atvinnuslökkviliðsmanna.
18.02.2010
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2009 í samstarfi við TM, Brunamálastofnun, slökkviliðin, 112 og fleiri aðila. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins, fræddu átta ára börn um eldvarnir og öryggismál og gáfu þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2009.
25.01.2010
Ársskýrsla slökkviliðs Akureyrar er komin út. Hægt er að nálgast hana á stikunni hér til vinstri "Ársskýrslur".