Heimsóknirnar fóru þannig fram að börnin voru frædd um eldvarnir á heimilum, farið var yfir hvenær á hringja í 1-1-2 og einnig fengu þau að sjá hvernig slökkviliðsmaður lítur út þegar að hann er klæddur í slökkvigalla með reykköfunartæki á sér.
Nöfn 32 barna víðs vegar af landinu voru dregin úr innsendum lausnum. Tvö börn á starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar voru dregin út. Börnin fengu vegleg verðlaun og voru þau afhent við athöfn á Slökkvistöð Akureyrar á 112-daginn, 11. febrúar.
Eftirtalin grunnskólabörn á starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar hlutu vinning í Eldvarnagetrauninni að þessu sinni.
Þorsteinn Már Þorvaldsson Lundarskóli
Líney Rut Sigurðardóttir Brekkuskóli
Slökkvilið Akureyrar þakkar öllum þeim fjölda barna sem tóku þátt í eldvarnargetrauninni fyrir þátttökuna.