Myndir

Íbúð mikið skemmd eftir bruna

Í nótt var slökkviliðið kallað út vegna elds í íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri.

Gangið tryggilega frá gaskútum

Ekki er langt um liðið frá því að slökkviliðið fór í eld þar sem fundust 25 gaskútar innan dyra.  

Öskudagur

Eins og víða annars staðar fjölmenntu börnin á slökkvistöðina í morgun og sungu fyrir starfsmenn.  Þau voru mörg í flottum búningum og báru sig vel þrátt fyrir kulda og hríð.  Frábær frammistaða hjá þeim !!

Frábær björgunarsög.

Í brunanum í Hrafnabjörgum í síðustu viku kom sér vel keðjusögin okkar.

Eldur í einbýlishúsi

Í morgun var slökkvilið á Akureyri kallað að einbýlishúsi við Hrafnabjörg á Akureyri vegna elds.  Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang en slökkvistarf tók tæpa tvo tíma.  Einn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp og var hann fluttur á sjúkrahús vegna brunasára og reykeitrunar.

Allir starfsmenn ljúka ILS námskeiði.

Í janúar luku 34 starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar sem starfa við sjúkraflutninga, námskeiði í sérhæfðri endurlífgun, ILS (Immediate Life Support) hjá Sjúkraflutningaskólanum.  Námskeiðið var liður í árlegri endurmenntun sjúkraflutningamanna.

Liðsheild meðal slökkviliðsmanna

Á síðasta ári kom til okkar Telma Sveinsdóttir, hún stundaði þá Mastersnám í Mannauðsstjórnun við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ársskýrsla 2008

Ársskýrsla slökkviliðs Akureyrar er komin út.

Undirritun Brunavarnaáætlunar

Í dag var undirrituð Brunavarnaáætlun slökkviliðs Akureyrar.

Útköll Slökkviliðs Akureyrar árið 2008.

Útköll hjá slökkviliði Akureyrar 2008 voru 2,263 talsins og er það fjölgun um 119 útköll á milli árana 2007 og 2008 eða um 5.5%.