Námskeiðslok

Námið hófst þann 15. febrúar sl. og lýkur í dag. Þessar sex vikur hafa nemendur verið í bland í bóklegum fögum og verklegum æfingum þeim tengdum. Verkleg próf fóru fram sl. föstudag þar sem nemendur leystu vatnsöflunarverkefni ásamt björgun úr bílflökum.

Bóklega námið er kennt í fjarkennslu en verkleg kennsla hefur verið í höndum eldri og reyndari liðsmanna. Þeir sem ljúka í dag fyrri hluta námsins eru. Anton Carrasco, Birgir Már Sigurðsson, Magnús Smári Smárason, Martha Óskarsdóttir og Tómas Pálmi Pétursson.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri