08.05.2006
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir teknar í morgun, mánudaginn 8. maí 2006. Margt er í gangi hér stöðinni og fyrir utan það sem fyrir augu ber voru tveir sjúkrabílar í flutningum. Voræfingar voru hjá B og D vakt, leikskóli var í heimsókn, sumarstarfsmaður á Egilsstaðaflugvelli var hér í fræðslu, sérsveitarmaður hjá lögreglunni er í þjálfun á sjúkrabíl auk daglegra starfa á stöðinni.
04.05.2006
Það er ekki hægt að segja annað en að vegir slökkviliðsins liggja víða !......
26.04.2006
Slökkviliðsstjórarnir á leið í útkall ?...............
26.04.2006
Undanfarna daga hafa tveir nýjir menn verið í þjálfun hjá Slökkviliði Akureyrar. Þeir Vigfús Bjarkason og Björn Björnsson eru í annari viku af þremur í fornámi. Þeir fara síðan til starfa á vöktum um miðjan apríl. Þriðji nýliðinn, Ólafur Björn Borgarsson, lauk fornámi í mars og byrjaði á vöktum 1. apríl. Þeir munu síðan allir fara á grunnnámskeið í sjúkraflutningum í haust.
15.04.2006
Kl. 9:00 barst Slökkviliði Akureyrar tilkynning um staðfestan eld í íbúðarhúsi við Fjólugötu 18, Akureyri. Kl. 9:03 var slökkviliðið á staðnum. Upplýsingar voru að tveir fullornir hefðu forðað sér út vegna elds á miðhæð í þriggja hæða húsi. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðra í húsinu...........
07.04.2006
Slökkviliðið Akureyrar og Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins eru að kanna verð og gæði á tjöldum til afeitrunar á mengunarslysavettvangi. Þessi tjöld geta að sjálfsögðu nýst í öllum tilfellum þar sem slökkviliðið er að störfum þ.e. hvort heldur er sem aðstaða fyrir slökkviliðsmenn eða fórnalömb slysa.........................
06.04.2006
Undanfarna viku hefur Slökkviliðið farið í þrjú eldútköll. Eitt var á veitingastað á Akureyri en hin tvö í íbúðarhús, annað á Akureyri en hitt í Fnjóskadal. Í tveim fyrri útköllunum varð ekki mikið tjón en í Fnjóskadal varð mikið tjón.
03.04.2006
Undirbúningur búnaðarkaupa Slökkviliðs Akureyrar vegna mengunarslysa eru vel á veg kominn. Á næstu dögum mun verða tekinn endanleg ákvörðun um kaup á mengunarmælum vegna mengunarslysa....................................
24.03.2006
Það eru öll rök fyrir því að björgunarþyrlu sé best ráðstafað hér á Akureyri. Rökin fyrir því eru eftirfarandi, þá er ég að tala um þyrlu umfram þær sem áður hafa verið til taks................
24.03.2006
Hér má sjá 10m3 “Mengunarhýsi” sem SA er með í smíðum hjá MT-bílum á Ólafsfirði. Uppstillingin með þessi hýsi er að vera með þyrlutækan búnað vegna viðbragðs við mengunarslysum..........