30.10.2006
Framkvæmdaráð Akureyrarkaupstaðar hefur ákveðið að ráða Þorbjörn Haraldsson sem slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar.
24.10.2006
Nú standa yfir breytingar á húsnæði slökkviliðsins í Árstíg í kjölfar þess að við fengum allt húsið fyrir okkur.
13.10.2006
Sex sóttu um stöðu slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar. Umsóknarfrestur rann út 8. október sl.
13.10.2006
Valur Halldórsson, liðsmaður SA. sem verið hefur í paramedicnámi í Pittsburg síðan í ágúst, hefur hætt námi af persónulegum ástæðum. Hann er kominn til Íslands og kemur aftur til starfa um aðra helgi.
08.10.2006
Rétt fyrir klukkan sjö í morgun (sunnudag) var tilkynnt um eld að bænum Búlandi í Arnarneshreppi, skammt sunnan Hjalteyrar. Strax voru sendir dælubíll og tankbíll á staðinn en vitað var að langt er í vatn á þessum slóðum. Einnig fór sjúkrabíll og þjónustubíll með samtals 7 mönnum til viðbótar, ennfremur sem hjálp barst frá hjálparliði Arnarnesshrepps sem komu m.a. með haugsugur með vatni ef þyrfti. Fljótlega fékkst staðfest að allir voru komnir út en tvennt var í húsinu og vöknuðu þau við reykskynjara.
06.10.2006
Umsóknarfrestur um starf slökkviliðsstjóra rennur út á miðnætti 8. október. Nánari upplýsingar og umsóknir skal skila á vef Capacent.
02.10.2006
Tilkynning barst til Slökkviliðs Akureyrar um eld á neðri hæð í Hamragerði 25 á Akureyri kl. 00:05 í nótt. Strax voru sendir tveir dælubílar og sjúkrabíll á staðinn ennfremur sem kallaðar voru út vaktir á frívakt.
14.09.2006
Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar hefur sagt upp störfum. Hann tilkynnti þetta á starfsmannafundi Slökkviliðs Akureyrar í dag, fimmtudaginn 14. september og jafnframt að hann lætur af störfum frá og með deginum í dag.
05.09.2006
Sunnudaginn 3. sept. sl. fékk Slökkvilið Akureyrar tilkynningu um að flugvél hafi farið niður í Arnarneshreppi, norðan Akureyrar. Sendir voru tveir sjúkrabílar, auk tækjabíls því fyrstu upplýsingar voru á þá leið að flugmaður og farþegi væru fastir í vélinni. Þeir komust þó út að sjálfsdáðum og reyndust ómeiddir.
28.08.2006
Farið var í sjúkraflug 22. ágúst 06 norður til Station Nord sem er dönsk herstöð nyrst á Grænlandi og er það eitt nyrsta byggða ból í heimi. Flogið var með Fokker vél frá Flugfélagi Íslands og tók flugið rúma fjóra tíma hvora leið. Vefritari tók sér far með þeim og smellti af nokkrum myndum. Fleiri myndir eru á myndasíðu.