Fréttir

Mikið að gerast hjá námsskeiðsmönnum okkar !

Nú er liðið á 4. dag í seinni hluta 540 klst. námsskeiðs atvinnuslökkviliðsmanna sem hófst á mánudag. Námsskeiðið er á vegum Brunamálastofnunar en er unnið í verktöku af Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Suðurnesja. Námsskeiðið er að hluta til unnið með fjarfundarbúnaði þar sem á þessu sama námsskeiði eru 11 nemendur í Reykjavík..............

Námskeið í flugvernd

Í gær, þriðjudaginn 21. febrúar, sátu allir slökkviliðsmenn hjá SA, ásamt lögreglu, starfsfólki FÍ og FSM á Akureyrarflugvelli, námskeið í flugvernd á vegum Flugmálastjórnar Íslands.  Farið var almennt í flugvernd, hvað felst í hugtakinu, vinnubrögð og fleira.

Ársskýrsla Slökkviliðs Akureyrar 2005

Í Slökkviliði Akureyrar eru 32 fastráðnir starfsmenn, 26 á fjórskiptum vöktum og 6 í dagvinnu. Það eru 3 slökkvistöðvar, Árstígur, Hrísey, Akureyrarflugvöllur og starfstöð þjónustuborða 112 á Akureyri í Þórunnarstræti ( lögreglustöðinni ).

Segja það rétta – Gera það rétta

Haraldur Guðjónsson slökkviliðsmaður frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins var með námsskeiðið “Segja það rétta – Gera það rétta” fyrir okkur í gær. Námsskeiðið var haldið fyrir 7 starfsmenn okkar sem ekki höfðu farið í gegnum þetta efni áður. Námsskeiðið var um að nálgast fólk og aðstoða sem orðið hefur fyrir ástvinamissi, þ.e. hvernig slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta tileinkað sér betra verklag gagnvart aðstandendum og frágang á vettvangi.

Afhending verðlauna í eldvarnagetraun

Í tengslum við eldvarnarátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna sem fór fram dagana 21-30. nóvember s.l. voru afhent verðalaun í getraun sem lögð var fyrir 8 ár börn.  Afhendingin fór fram á 112 deginum sem haldin var s.l. laugardag í húsnæði hjá Súlum björgunarsveitinni.  Það kom í hlut Sunnu Rósar Guðbergsdóttur í Lundarskóla og Elísar Breiðfjörð í Hrafnagilsskóla að þiggja verðlaun sem komu í hlut þeirra sem þátt tóku hér á Eyjafjarðarsvæðinu. 

Velheppnaður 112 dagur

112 dagurinn heppnaðist með ágætum.  Dagurinn byrjaði með hópakstri lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveitarinnar Súlna um bæinn.  Síðan var opið hús hjá Súlum frá 13-17 þar sem þessir aðilar, ásamt Rauða Krossinum, sýndu búnað og tæki.  Hér má sjá myndir frá sýningu hjá Súlum.

112 dagurinn

Laugardaginn 11. febrúar verður haldið upp á 112-daginn, sem er nú haldinn í annað sinn. Það er Neyðarlínan sem stendur fyrir þessum degi til að kynna starf viðbragðsaðila um allt land. Á Akureyri verður hópakstur viðbragðsaðila, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveitarinnar kl. 11:30 og síðan verður opið hús hjá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, að Hjalteyrargötu 12 frá kl. 13:00 til 16:00.Megininntak þess sem hér verður í boði er samvinna björgunaraðila.  Slökkvilið Akureyrar verður með 2-3 bíla á lóðinni hjá Súlum, m.a. nýjan körfubíl og verða m.a. sýndir möguleikar á nýtingu körfubíls við björgun.  Einnig verða afhent verðlaun í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.  Sjúkraflutningamenn og félagar í Súlum sýna búnað til sjúkraflutninga.

Endursmíði Man- körfubílsins er að ljúka

Til gamans er hér mynd af bílnum eins og hann er í dag, ég mun fjalla nánar um bílinn og endursmíðina að verki loknu. Ef að líkum lætur mun bíllinn verða með hlutverk í sameiginlegri uppstillingu okkar og Björgunarsveitarinnar Súlna á laugardaginn, 112 daginn.

Endurmenntun neyðarflutningamanna

Í gær var haldið endurmenntunarnámsskeið í neyðarflutningum. Á námsskeiðinu voru 18 neyðarflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar. Þrír utanafkomandi þ.e. frá Húsavík, Hólmavík og Blönduósi.........

Réttindamerki sjúkraflutningamanna

Nú hafa verið búin til merki fyrir sjúkraflutningamenn. Merkin sýna menntunarstig þess sem ber það og er einungis ætluð starfandi sjúkraflutningamönnum. Nú er Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að vinna að því að fá merkin skráð sem réttindamerki.