01.02.2008
Árið 2007 var viðburðarríkt hjá Slökkvilið Akureyrar.
25.01.2008
Níu af tíu þingmönnum í Norðausturkjördæmi og úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri.
21.01.2008
Tilkynnt var um eld í íbúð á 3 hæð í blokk við Smárahlíð kl. 11:06 á sunnudagsmorgun.
14.01.2008
Bílaklúbbur Akureyrar (BA) færi Slökkviliði Akureyrar (SA) þakklætisvott á dögunum.
07.01.2008
Rétt fyrir kl. fimm í nótt var tilkynnt um eld í raðhúsi við Klettaborg á Akureyri.
04.01.2008
Allnokkur erill var hjá Slökkviliðinu um áramót þótt ekkert alvarlegt brunaútkall hafi orðið.Alls voru sjö brunaútköll á næturvaktinni vegna elds í sinu eða rusli, þar af voru þrjú fyrir áramót en fjögur á nýju ári.
31.12.2007
Slökkviliðið á Akureyri óskar öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs með ósk um að áramótin verði friðsöm og áfallalaus. Slökkviliðið hvetur til aðgæslu í meðferð elds og skotelda.
Við hvetjum alla til að kynna sér varúðarreglur um skotelda sem finna má á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Einnig að horfa á kynningarmyndbandið "Ekkert fikt" með börnum sínum. Á heimasíðu SL má einnig finna leiðbeiningar fyrir eigendur gæludýra.
30.12.2007
Slökkvilið Akureyrar var kallað að íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu skömmu eftir kl. 9 í morgun en þar hafði komið upp eldur í rafmagnstöflu í kjallara. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsráðandi búinn að slökkva eldinn með handslökkvitæki, sem logaði aðeins í rafmagnstöflunni.
27.12.2007
Um miðjan dag í dag var Slökkviliðið kallað út vegna heitavatnsleka í einbýlishúsi á Akureyri. Svo virðist sem blöndunartæki á efri hæð hússins hafi gefið sig en húsið er tvær hæðir, ris og kjallari. Enginn hefur verið í húsinu undanfarna daga og því uppgvötaðist lekinn ekki fyrr en nágranni veitti því athygli að ekki var allt með feldu.
27.12.2007
Jólahald fór greinilega mjög vel fram hjá Akureyringum og nærsveitungum um þessi jól og munum við varla rólegri jól.