20.07.2009
Slökkvilið Akureyrar var kallað út kl. 15:09 í dag vegna reyks frá húsinu við Aðalstræti 13. Þegar dælubíll kom á staðinn var talsverður eldur í mannlausri íbúð á jarðhæð í norðurenda hússins en fjórar íbúðir eru í húsinu.
22.06.2009
Mikið annríki var hjá Slökkviliði Akureyrar um helgina. Bæði voru það verkefni vegna mikils fjölda gesta í bænum í tengslum við "Bíladaga" en einnig önnur verkefni. Hvorki voru þó útköll vegna bruna eða alvarlegra slysa.
09.06.2009
Um kl. 8:45 í morgun var tilkynnt um eld í húsi á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Slökkvilðið á Grenivík og Slökkvilið Akureyrar voru kölluð út. Sendir voru dælubílar frá báðum liðum á vettvang auk sjúkrabíls frá Akureyri.
08.06.2009
Ammoníakleki kom upp í togaranum Frosta sem liggur við bryggju á Grenivík. Þar er unnið að viðhaldi. Tilkynning barst um kl. 18:30 í kvöld. Slökkvilið Akureyrar og Slökkvilið Grenivíkur eru á staðnum og vinna að því að loka fyrir lekann.
30.05.2009
Rétt fyrir klukkan 19 í kvöld var Slökkviliðið á Akureyri kallað út að kjötvinnslu Norðlenska við Grímseyjargötu. Eldboð barst stjórnstöð Öryggismiðstöðvar og þegar vaktmaður kom á staðinn var talsverður reykur í miðrými hússins.
22.05.2009
Í dag fóru tveir sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar ásamt einum lögreglumanni og heimsóttu börn í 5. – 9. bekk í Lundarskóla. Erindið var að ræða við börnin um mikilvægi þessa að nota reiðhjólahjálma við hjólreiðar og almennt um hjálmanotkun þegar að verið er á línuskautum, hjólabrettum og hverslags búnaði með hjólum.
14.05.2009
Í dag tökum við á móti tæpum 300 börnum á slökkvistöðina. Það er nokkurs konar uppskeruhátíð verkefnissins um Loga og Glóð sem hefur verið keyrt með öllum 6 ára börnum og leikskólum bæjarins í vetur.
Við bíðum spennt eftir þessu, því þetta er svooo gaman.
11.04.2009
Slökkvilið Akureyrar hefur fengið nýjan gám undir mengunar og eiturefnabúnað.
28.03.2009
Um klukkan hálfþrjú var björgunarsveitin Súlur kölluð út vegna fólks sem var fast í stólalyftunni í Hlíðarfjalli. Svo vildi til að á vaktinni hjá Slökkviliðinu voru þrír fjallabjörgunarmenn úr Súlum og fóru þeir á staðinn til aðstoðar.
25.03.2009
Í nótt var slökkviliðið kallað út vegna elds í íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri.