Gámur undir eiturefnabúnað

Gámurinn er smíðaður í Póllandi og er sömu gerðar og sambærilegur gámur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Gámurinn er smíðaður og fluttur inn af Ólafi Gíslasyni & CO, Eldvarnarmiðstöðinni og má sjá meira um hann á heimasíðu þeirra hér.

Gámurinn er alveg sjálfbær eining með rafstöð, ljósamastri, hita og getur því staðið einn og sér í verkefnum sem taka lengri tíma. Í gámnum eru vagnar undir tjöld og annan búnað sem renna má inn í hann á brautum sem eru innan við hurðir gámsins.

Starfsmenn SA hafa verið undanfarna daga að setja í gáminn búnað sem þegar er til hjá liðinu. þessi útkallseining mun nýtast vel til þeirra verkefna sem SA þarf að þjóna á þessum vettvangi og einnig til aðstoðar nágranna sveitarfélögum.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri