Þegar hafði hópur skíðagæslufólks úr Súlum ásamt skíðagæslumanni Hlíðarfjalls sem er slökkviliðsmaður frá Slökkviliði Akureyrar (lánaður til Hlíðarfjalls á vetrum), starfsmenn Hliðarfjalls og félagar úr Súlum sem voru á skíðum í fjallinu hafist handa við að bjarga fólki úr lyftunni en skömmu eftir að viðbótarmannskapur kom í fjallið tókst að koma lyftunni í gang og var því hægt að koma fólki úr henni á venjubundinn hátt.
Viðbrögð við atburðum sem þessum og björgun fólks úr lyftunni eru æfð reglulega.
Rætt við slökkviliðsstjóra sem var einn þeirra sem beið björgunar.