06.03.2008
Á þessum tíma er yfirleitt mikið að gera í ýmsum námskeiðum. Í janúar og febrúar hafa allir starfsmenn lokið árlegum endurmenntunarnámskeiðum í sjúkraflutningum frá Sjúkraflutningaskólanum. Tveir starfsmenn eru einnig í grunnnámi í sjúkraflutningum, auk þess sem einn starfsmaður sótti námskeið sem þjálfunarstjóri í yfirtendrun og slökkviliðið átti tvo nemendur og einn kennara á námskeiðinu ILS (Immediate Life Support). Þrír starfsmenn luku einnig þjálfun sem Neyðarflutningamenn og þeir luku einnig námskeiði fyrir þá sjúkraflutningamenn sem fara í sjúkraflug.
27.02.2008
Níu manns voru fluttir á slysadeild Sjúkrahús Akureyrar eftir tvo harða árekstra sem urðu með skömmu millibili á þjóðvegi 1 á Svalbarðsströnd í dag.
21.02.2008
Í gærmorgun kom aftur upp eldur í Krossanesverksmiðjunni en verið er að rífa verksmiðjuna.
13.02.2008
Héðinn Ingimundarson úr Lundarskóla og Sigrún R. Brynjólfsdóttir úr Glerárskóla eru vinningahafar þessa svæðis í eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna
11.02.2008
Í dag um kl. 15, kom upp eldur í klæðningu í turni gömlu Krossanesverksmiðjunar en verið er að rífa verksmiðjuna. Slökkviliðið sendi tvo dælubíla og körfubíl á vettvang og var fljótt að ráða niðurlögum eldsins.
11.02.2008
Slökkvilið Akureyrar var í morgun kallað að Hafnarstræti 86a. Tilkynning barst liðinu í gegnum Neyðarlínu og hafði tilkynnandi séð reyk leggja undan þaki hússins.
07.02.2008
Mikið álag myndaðist í gær í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar. Farin voru 6 sjúkraflug á einum sólarhring og varð að forgangsraða tilfellum miðað við alvarleika þeirra þar sem margar beiðnir komu á sama tíma..
06.02.2008
Talsverðar annir hafa verið í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar í dag. Þegar hefur verið óskað eftir sjúkraflugi fjórum sinnum frá miðnætti og eru sjúkraflutningamenn frá SA og Flugfélagið Mýflug að sinna því fjórða.
01.02.2008
Árið 2007 var viðburðarríkt hjá Slökkvilið Akureyrar.
25.01.2008
Níu af tíu þingmönnum í Norðausturkjördæmi og úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri.