Fréttir

Annir í sjúkraflugi.

Gærdagurinn var þéttur svo ekki sé meira sagt í sjúkraflugi á vegum Slökkviliðs Akureyrar og Mýflugs.

6 mánaða samatekt.

Samantekt á fyrstu 6 starfsmánuðum liðsins er nú tilbúin. Í samantektinni er farið yfir hluta af verkefnum liðsins ásamt tölfræði útkalla.

Eldur í myndlistaskólanun á Akureyri

Rétt fyrir miðnætti barst slökkviliði Akureyrar tilkynning um eld í myndlistarskólanum í Kaupvangsstræti (listagili). Allt vakthafandi lið frá aðalstöð og flugvelli var kallað á staðinn, ásamt því að mannskapur af tveimur frívöktum var kallaður til. Reykafarar hófu þegar leit í húsinu en mikill reykur og hiti var á miðhæð hússins.

Dæling úr Margréti

Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning í nótt um að skip væri farið að hallast við Krossanesbryggju. Talið var nauðsynlegt að grípa til aðgerða og gengu hafnarverðir og slökkvilið í málið.

Útskrift frá Sjúkraflutningaskólanum

Föstudaginn 16. maí 2008 fór útskrift nemenda Sjúkraflutningaskólans fram við hátíðlega athöfn á FSA. Að þessu sinni útskrifuðust 71 sem lokið höfðu almennu námskeiði í sjúkraflutningum og neyðarflutningum. Í ræðu skólastjóra, var m.a. rakin starfsemi skólans á síðastliðnu skólaári og þar kom fram að 570 nemendur höfðu sótt námskeið á vegum Sjúkraflutningaskólans veturinn 2007-2008.

Ný sjúkrabifreið

Ný sjúkrabifreið verður tekin í notkun í dag hjá Slökkviliði Akureyrar.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með reynslu

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum með reynslu. Um er að ræða 100 % störf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarflutninga.

Eldur í Lundi

Um sjöleytið í gærkvöldi kom tilkynning um reyk úr kjallara í Lundi þar sem starfrækt er jógastöð.

Útskriftardagur Logi og Glóð.

Stórfenglegur útskriftardagur var haldinn hér hjá Slökkviliði Akureyrar í dag.  Elsti árgangur 19 leikskóla á svæðinu kom í heimsókn til okkar hér á slökkvistöðina.

EMS today 2008

Tíu manna hópur frá Slökkviliði Akureyrar sótti ráðstefnuna "EMS today 2008", sem fram fór í Baltimore í Bandaríkjunum í lok mars sl.  Um var að ræða ferð hjá B-vakt, auk þess sem tveir af öðrum vöktum auk aðst.sl.stjóra slógust með í för.