06.12.2005
Búið er að setja inn talsvert magn af gömlum myndum í myndasafn. Sjá nánar undir myndir hér til hliðar.
06.12.2005
Nýjasta tölublað "Slökkviliðsmannsins" blað Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er komið á netið. Það má nálgast hér.
06.12.2005
Lagfæringarnar á Man körfubílnum sem við keyptum frá Reykjavík ganga vel. Verkið er á áætlun og á bíllinn að vera útkallsfær í janúar. Það er slökkviliðinu mikils virði hve starfsmenn liðsins eru liðtækir í að annast viðgerðir og viðhald á tækjunum.
05.12.2005
Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.
05.12.2005
Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.
05.12.2005
Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.
05.12.2005
Kristinn Lórenzsson fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ingimar Eydal núverandi ræða málin á 100 ára afmæli slökkviliðsins.
03.12.2005
Formlegheitin byrjuðu kl. 13:00 með ræðu slökkviliðsstjórans um stöðu slökkviliðsins í dag. Það eru búnar að vera miklar breytingar undanfarið í öllu umfangi slökkviliðsins og þjónustu. Breytingar á samningum, nýir samningar, fjölgun í starfsmannahaldi, kaup á bílum og búnaði og núna samþykkt framkvæmdaráðs í gær að stækka aðstöðu slökkviliðsins fyrir starfsmenn og búnað um rúma 600 m2.
03.12.2005
Í dag fór Slökkviliðið í hópakstur um bæinn. Alls tóku 11 bílar þátt í akstrinum en flugvallarbílar og Hríseyjarbíll voru að sjálfsögðu ekki með og einn sjúkrabíll var utanbæjar í flutningi. Keyrður var stór hringur um bæinn í rólegheitum með öll blikkljós kveikt. Þegar keyrt var framhjá miðbæ voru sírenur einnig þeyttar. Við "menningarhúsið" var stoppað og bílum raðað upp. Þar voru upplýstir tveir vatnsveggir auk þess sem stærsti stútur slökkviliðsins sprautaði tugi metra í loft upp. Bátaflokkur var með bátinn og meðlimir hentu sér í sjóinn og sýndu björgun fólks úr sjó. Þeir kveiktu einnig á neyðarblysum í sjónum og var þetta skemmtilegt sjónarspil.
02.12.2005
Í gær var fyrsti viðburðurinn af þeim sem tengjast 100 ára afmæli Slökkviliðs Akureyrar. Sett var upp umferðarslys á Krossanesbraut þar sem þrír bílar höfðu keyrt saman og var einn á hvolfi, fjórir sjúklingar voru fastir í bílunum og þurfti að beita klippum til að ná þeim út. Um 15 slökkvliðs- og sjúkraflutningamenn tóku þátt í æfingunni sem tókst afar vel. Að þessu sinni var áhorfendum boðið að koma alveg upp að slysstað og fylgjast með störfum okkar. Ennfremur voru fjölmiðlamenn mættir og tóku mikið af myndum. Myndin sem hér fylgir er einmitt tekin af Kristjáni Kristjánssyni ljósmyndara Morgunblaðsins.