Myndir

Mánudagur hjá Slökkviliði Akureyrar

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir teknar í morgun, mánudaginn 8. maí 2006.  Margt er í gangi hér stöðinni og fyrir utan það sem fyrir augu ber voru tveir sjúkrabílar í flutningum.  Voræfingar voru hjá B og D vakt, leikskóli var í heimsókn, sumarstarfsmaður á Egilsstaðaflugvelli var hér í fræðslu, sérsveitarmaður hjá lögreglunni er í þjálfun á sjúkrabíl auk daglegra starfa á stöðinni.

Slökkviliðið í viðskiptalífinu !

Það er ekki hægt að segja annað en að vegir slökkviliðsins liggja víða !......

Skyldi þetta vera útkallstæki

Slökkviliðsstjórarnir á leið í útkall ?...............

Nýliðar í þjálfun

Undanfarna daga hafa tveir nýjir menn verið í þjálfun hjá Slökkviliði Akureyrar.  Þeir Vigfús Bjarkason og Björn Björnsson eru í annari viku af þremur í fornámi.  Þeir fara síðan til starfa á vöktum um miðjan apríl.  Þriðji nýliðinn, Ólafur Björn Borgarsson, lauk fornámi í mars og byrjaði á vöktum 1. apríl.  Þeir munu síðan allir fara á grunnnámskeið í sjúkraflutningum í haust.

Eldur í Fjólugötu 18

Kl. 9:00 barst Slökkviliði Akureyrar tilkynning um staðfestan eld í íbúðarhúsi við Fjólugötu 18, Akureyri. Kl. 9:03 var slökkviliðið á staðnum. Upplýsingar voru að tveir fullornir hefðu forðað sér út vegna elds á miðhæð í þriggja hæða húsi. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðra í húsinu...........

Afeitrunartjöld

Slökkviliðið Akureyrar og Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins eru að kanna verð og gæði á tjöldum til afeitrunar á mengunarslysavettvangi. Þessi tjöld geta að sjálfsögðu nýst í öllum tilfellum þar sem slökkviliðið er að störfum þ.e. hvort heldur er sem aðstaða fyrir slökkviliðsmenn eða fórnalömb slysa.........................

Þrír eldsvoðar á einni viku.

Undanfarna viku hefur Slökkviliðið farið í þrjú eldútköll.  Eitt var á veitingastað á Akureyri en hin tvö í íbúðarhús, annað á Akureyri en hitt í Fnjóskadal.  Í tveim fyrri útköllunum varð ekki mikið tjón en í Fnjóskadal varð mikið tjón.   

Mengunarmælar

Undirbúningur búnaðarkaupa Slökkviliðs Akureyrar vegna mengunarslysa eru vel á veg kominn. Á næstu dögum mun verða tekinn endanleg ákvörðun um kaup á mengunarmælum vegna mengunarslysa....................................

Björgunarþyrla á Akureyri ?

Það eru öll rök fyrir því að björgunarþyrlu sé best ráðstafað hér á Akureyri. Rökin fyrir því eru eftirfarandi, þá er ég að tala um þyrlu umfram þær sem áður hafa verið til taks................

Búnaður vegna mengunarslysa

Hér má sjá 10m3 “Mengunarhýsi” sem SA er með í smíðum hjá MT-bílum á Ólafsfirði. Uppstillingin með þessi hýsi er að vera með þyrlutækan búnað vegna viðbragðs við mengunarslysum..........