Fréttir

Akureyrarvika slökkviliðanna

Þá er Akureyrarvikunni lokið hjá Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Brunavarna Suðurnesja. Eftir helgi verða allir námskeiðsmennirnir okkar og Reykvíkinganna í Reykjavík, þar sem þeir klára 540 klst. atvinnumanna námsskeið Brunamálastofnunar þ.e. þann 30. mars...................

Námskeiðsmennirnir

Í næstu viku fer allur hópurinn til Reykjavíkur í stífar æfingar. Þar munu okkar menn vera Slökkviliði Akureyrar til sóma, eins og Reykvíkingarnir hafa verið hér.

Samstarf/samvinna

Það gengur mikið á hjá okkur þessa vikuna, 9 félagar okkar úr Reykjavík eru með námskeiðsmönnunum okkar 4 á æfingum alla vikuna. Gærdagurinn byrjaði á “spottaæfingum” bóklegt fyrir hádegi og verklegt eftir hádegi. Í dag eru verklegar reykköfunaræfingar allan daginn í húsi Skinnaiðnaðarins, eins og sjá má eru mikil átök í gangi. Þema vikunnar er samstarf/samvinna, í tilefni þess lásu Viðar Þorleifsson varðstjóri og Erling slökkviliðsstjóri yfir námskeiðsmönnum í gær.

Þjónustuborð 112 í Þórunnarstræti

Eins og einhverjir hafa tekið eftir hefur Slökkvilið Akureyrar ekki sinnt þjónustu á þjónustuborðum 112 á Akureyri frá því í lok janúar, tímabundinn samningur sem gerður var við Neyðarlínuna fyrrihluta síðasta árs rann út um áramót..................

SA kaupir eldvarða sokka frá Trico

Slökkvilið Akureyrar hefur fest kaup á eldvörðum sokkum fyrir starfsmenn sína.  Um er að ræða sokka sem Trico hf. á Akranesi framleiðir.  Öryggissokkar Trico verið prófaðir hjá viðurkenndri rannsóknarstofnun í Frakklandi, de Textile de France og stóðust sokkarnir hæsta stig staðalsins EN 533. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu Trico.

Átak í búnaðarkaupum til mengunarvarna

Umhverfisráðherra hefur heimilað Brunamálastofnun að verja 100 milljónum króna á þessu ári til þess að efla eldvarnir og viðbrögð við mengunarslysum um allt land. Björn Karlsson, brunamálastjóri, segir að um sé að ræða stærsta einstaka átakið til að efla eldvarnir í landinu um áratugaskeið.

Frétt af innri vef SA

Viðar Þorleifsson og Finnur Sigurðsson voru með námskeiðsstrákana okkar í Margréti EA í gær og skrifar Viðar eftirfarandi á innri heimasíðuna okkar. Það reyndi á strákana okkar á námskeiði atvinnuslökkvara í gær er þeir þreyttu erfiðar reykköfunaræfingar í Margréti EA en þar reyndi á úthald og rötun í skipi við erfiðar aðstæður. Þarna eru á ferðinni frábærir verðandi atvinnuslökkviliðsmenn sem við getum verið stoltir af .

Skólinn

Það reyndi á strákana okkar á námskeiði atvinnuslökkvar í gær er þeir þreittu erfiðar reykköfunaræfingar í Margréti EA en þar reyndi á úthald og rötun í skipi við erfiðar aðstæður.Þarna eru á ferðini frábærir verðandi atvinnuslökkviliðsmenn sem við getum verið stoltir af    

Erill á Öskudaginn

Mörg hundruð börn og unglingar eru búinn að heimsækja okkur á slökkvistöðina í dag, til að syngja fyrir okkur. Það er greinilegt að undirbúningurinn hjá börnunum er töluverður í klæðnaði og æfðum lögum, sum hver frumsamin. Hér á myndinni er leikskólinn Lundasel, eldri krakkarnir eru leikskólakennararnir ! Á myndinni eru líka Elín, Guðrún og Snæfríður frá Reykjavík. Í dag munum við setja inn myndir af krökkunum í "Myndir" hér til hliðar á síðunni.

SA í aðgerðum á Hofsjökli

Sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar taka nú þátt í aðgerðum á Hofsjökli vegna slyss.  Slysið varð með þeim hætti að jeppi lenti í sprungu og ljóst var að ná þyrfti tveim mönnum úr bílnum og upp úr sprungunni.  Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins í því skyni að senda klippubúnað og þjálfaða menn á staðinn.  Fóru 4 menn með Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, en þeir eru jafnframt félagar í Súlum og hafa einnig mikla reynslu í fjallabjörgun. Fóru þeir með fullkominn klippubúnað með sér, auk fjallabjörgunarbúnaðar.  Auk þeirra eru á staðnum tveir slökkviliðliðsmenn til viðbótar sem fóru á vegum hjálparsveitarinnar Dalbjargar en þeir eru félagar í Dalbjörgu.