Fréttir

Námskeiðslok

Fimm starfsmenn slökkviliðs Akureyrar luku í dag fyrri hluta náms atvinnuslökkviliðsmanna.

Laus störf til umsóknar

Slökkvilið Akureyrar leitar þessa dagana eftir starfsmanni í fullt starf ásamt því að tvo vantar í sumarafleysingar hjá liðinu.

13 sjúkraflug í síðustu viku.i

Síðasta vika byrjaði kröftulega í sjúkraflugi, en mánudag um 08:00 kom fyrsta beiðnin um F-1 (hæsti forgangur) flug frá Akureyri til Reykjavíkur. Á meðan á því flugi stóð var óskað eftir F-1 flugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Ekki var liðin langur tími er beiðni kom um annað F-1 flug frá Norðfirði til Reykjavíkur. Í öllum tilfellunum var um alvarleg hjartatilfelli að ræða. Á meðan fyrsta flug var klárað þá var óskað eftir því að ekið væri með þann sem á Norðfirði var til Egilsstaða og síðan voru þessir tveir sjúklingar sóttir þangað og þeir fluttir til Reykjavíkur.

Atvinnuslökkviliðsmanna námskeið

Nú stendur yfir fyrri hluti námskeiðs atvinnuslökkviliðsmanna.

Vinningshafar í eldvarnargetrauninni 2009

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2009 í samstarfi við TM, Brunamálastofnun, slökkviliðin, 112 og fleiri aðila. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins, fræddu átta ára börn um eldvarnir og öryggismál og gáfu þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2009.      

Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla slökkviliðs Akureyrar er komin út. Hægt er að nálgast hana á stikunni hér til vinstri "Ársskýrslur". 

Róleg og þægileg vakt

Áramótavakt slökkviliðs Akureyrar var róleg og þægileg. Fjögur sjúkraflug voru farin á síðasta sólahring ásamt flutningum. Dælubíll liðsins var kallaður út í gærkveldi þar sem tilkynnt var um eld í blokk í Tröllagili. En glampi frá arineldi speglaðist í glugga íbúðarinnar og leit úr fyrir að um eld væri að ræða.