Fréttir

Sjúkraflug komið í gang

Nú er orðið fært fyrir sjúkraflug en það hefur verið ófært síðan gosið hófst í Grímsvötnum.

Útskriftardagur Loga og Glóð

Verkefnið er unni í samvinnu við Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Við erum að klára fjóða árið með þetta verkefni sem hefur gengið mjög vel. Það eru elstu börnin í leikskólunum sem vinna að þessu verkefni með okkur og skoða leikskólann sinn einu sinni í mánuði, þar sem farið er yfir nokkur öryggisatriði í leikskólunum. Verkefnið er í rauninni tvískipt við byrjum á því að heimsækja leikskólana á haustin og ræðum við starfsfólkið sem kemur til með að sjá um verkefnið fyrir leikskólans hönd. Í október fórum við síðan í heimsókn í alla leikskólana á stór Akureyrarsvæðinu, ( Svalbarðseyri, Hrafnagil, Hörgárbyggð með líka) einnig sjáum við um þessa fræðslu í þremur leikskólum á Dalvík. Í þessari heimsókn þá mættu 2 slökkviliðsmenn og fóru þeir í verkefnið með börnunum og sýndu svo slökkvibifreið í framhaldi. Alls heimsóttum við 20 leikskóla í þessu verkefni í vetur.

Gamli Ford

Það styttist hann er óðum að taka á sig rétta mynd sá gamli flest komið að utan sem vantaði í hann svo sem allar pakningar í hurðar og glugga en vantar þó klæðninguna í toppinn og hurðar spjöldin. Svo er verið að leita að ýmsu gömlu dóti sem vantar stúta,ljóskastara og fl. Lesa meira.

Ársskýrsla liðsins komin út

Ársskýrsla slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 2010 er komin út.

Nemendur úr Símey í fræðslu.

Tvær stúlkur úr starfsmenntun Símeyjar hafa verið í fræðslu þessa vikuna hjá slökkviliði Akureyrar.

Eldur í endurvinnslubíl

Í dag kom upp eldur í farmi endurvinnslubíls í þann mund sem hann var að losa farminn inn í flokkunartjaldi Gámaþjónustunar og Endurvinnslunar á Akureyri.

Öskudagur

Yndislegur morgun. Þessi dagur er einn af skemmtilegustu dögum ársins. Frábærir krakkar sem komu og heimsóttu okkur og sungu fyrir okkur.

Rýmingaræfing í WMA

Kl: 8:45 fór brunaviðvörunarkerfi verkmenntaskólans á Akureyri í gang. Reykur var í aðalinngangi að norðan (gerfireykur) og tepti þá flóttaleið.

Seinni hluti atvinnuslökkviliðsmannanáms

Seinni hluti náms atvinnuslökkviliðsmanna hófst hjá liðinu þann 21. febrúar

Vinningshafar í eldvarnargetruan LSS

Þremur vinningshöfum voru afhent verðslaun sín á 112 daginn. Vinningshafarnir eru þau: Tistan Ingi Gunnarsson    Giljaskóli Hákon Arnar Þrastarsson    Síðuskóli Árný Ingvarsdóttir         Stórutjarnarskóli