Í ljós kom að mikill vatnsleki var í kjallara hússins, en krani á stofnlögn inn í húsið var frostsprunginn og fossaði vatnið inn í kjallarann af miklum krafti. Vatnsdýptin í kjallaranum var orðin um 1. meter og er unnið að því að dæla því út. Loka þurfti fyrir stofnlögn í götu meðan skipt var um krana.