Verkefnið er unni í samvinnu við Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Við erum að klára þriðja árið með þetta verkefni sem hefur gengið mjög vel. Það eru elstu börnin í leikskólunum sem vinna að þessu verkefni með okkur og skoða leikskólann sinn einu sinni í mánuði, þar sem farið er yfir nokkur öryggisatriði í leikskólunum. Verkefnið er í rauninni tvískipt við byrjum á því að heimsækja leikskólana á haustin og ræðum við starfsfólkið sem kemur til með að sjá um verkefnið fyrir leikskólans hönd. Í október fórum við síðan í heimsókn í alla leikskólana á stór Akureyrarsvæðinu, ( Svalbarðseyri, Hrafnagil, Hörgárbyggð með líka) einnig sáum við um þessa fræðslu í þremur leikskólum á Dalvík. Í þessari heimsókn þá mættu 2 slökkviliðsmenn og fóru þeir í verkefnið með börnunum og sýndu svo slökkvibifreið í framhaldi. Alls heimsóttum við 20 leikskóla í þessu verkefni í vetur.
Það er svo ekki minni hamingjudagur hjá okkur hér í slökkviliðinu að geta tekið á móti 300 brosandi börnum. En þau glímdu við þrautabraut, sprautuðu vatni og skoðuðu búnað liðsins. Grillaðar pylsur voru í boði og ekki var verra að komast í rútuferð til og frá svæðinu.
Slökkvilið Akureyrar þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við að gera þetta mögulegt.
Þorbjörn Haraldsson
Slökkviliðsstjóri