Í gær fimmtudag 31/5 2012 var slökkviliðið kallað út vegna sinubruna að Hallgilsstöðum í Hörgársveit. Tilkynnt var að eldur logaði í sinu og væri hætta á að hann gæti borist í nærliggjandi hús. Þegar komið var á staðinn þá reyndist ekki svo vera og var slökkviliðið fljótt að ná tökum á eldinum. Eldsupptök eru ókunn en eins og flestir vita þá er óheimilt að brenna sinu eftir 1.maí sjá reglugerð 157-1993.doc