Árið 2023 fóru sjúkraflutningsmenn frá Slökkviliði Akureyrar í 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga en þau voru 891 með 934 sjúklinga árið áður. Um 45% þessara flugferða voru í forgangi F1 og F2. Í 7% tilfella var flogið með erlenda ferðamenn.
Sjúkraflutningar eða útköll sjúkrabíla á árinu voru 3.285 en 3.068 árið áður. Um 9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.
Heildarfjöldi útkalla slökkviliðsbíla árið 2023 var 138 en 119 árið 2022. Rétt tæpur helmingur útkalla árið 2023 voru í forgangi F1 og F2.