Æfingarnar fara fram í Kirkjutröppum Akureyrarkirkju og byggjast á því að gengið er eða skokkað í fullum skrúða upp og niður tröppurnar. Þannig er haldið áfram þar til búið er af tækjunum. Hver maður fer á bilinu 10 til 13 ferðir (einn ferð er upp og niður tröppurnar) á einum loftkút. Þessi æfing reynir vel á þol og styrk og er prýðileg viðbót við reglulega þjálfun slökkviliðsmanna. Þeir sem hafa átt leið um svæðið á meðan á æfingunni hefur staðið hafa sýnt framtakinu áhuga. Ferðamenn sem voru á svæðinu sl. þriðjudag höfðu á orði að þeim þætti nógu erfið að ganga tröppurnar hvað þá að framkvæma það á þennan máta.
Tvær af fjórum vöktum liðsins hafa lokið við æfinguna og munu hinar framkvæma hana næstu tvo þriðjudaga fyrir hádegi.
Ferðamenn fylgdust vel með meðan Gunnar og Pétur reyndu við þrepin.
Jóhann varðstjóri og Hulda fylgjast einbeitt með félögunum sínum.
Gunnar að afloknu skemmtiskokki í tröppunum ( þetta tekur í )