Tryggingafélagið Vörður ákvað að veita slökkviliðsmönnum á Akureyri viðurkenningu fyrir vel unnin störf og björgun mannslífa í þessum bruna. Viðurkenningin er í formi 100 þúsund kr. styrks til Félags slökkviliðsmanna á Akureyri sem verður veitt í menntunar- og styrktarsjóð félagsins. Það var Fylkir Þór Guðmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri Varðar sem afhenti Þorláki S. Helgasyni formanni Félags slökkviliðsmanna á Akureyri styrkinn.