Slökkviliðið fær nýjan bíl

Með því að skipta pallbílnum út fyrir þennan bíl sem einnig getur flutt menn fáum við bíl sem gefur okkur miklu meiri möguleika t.d. varðandi  flutning á mönnum og búnaði.  Bæði vegna æfinga og námskeiða um styttri eða lengri veg en einnig í útköllum.  Á nýja bílnum getur heil vakt + dagmaður farið á æfingu eða námskeið.  Bíll með þetta mikið pláss getur nýst sem skjól fyrir slökkviliðsmenn í útköllum og jafnvel sem bráðabirgðastjórnstöð en mikil vöntun er á stjórnstöðvarbíl á okkar svæði.  Bíllin kemur með 2 bekkjum með 3 stólum sem taka má úr eða færa til í bílnum og jafnvel snúa móti hvor öðrum.  Taka má stólana út og nýtist þá bíllinn til flutninga á búnaði og jafnvel til flutninga á slösuðum ef á þarf að halda.

Afhending á nýjum þjónustubíl. 

Valdemar Örn Valsson sölustjóri Toyota Akureyri og Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri takast í hendur.
 


 Nýi bíllinn og yfirmenn SA.

Nýr Toyota Hiace þjónustubíll SA og yfirmenn, frá vinstri: Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri, Ingimar Eydal aðstoðarslökkviliðsstjóri og Magnús V. Arnarsson yfireldvarnareftirlitsmaður