Sinueldar

Slökkvilið sendi um 12 menn á 3 dælubílum á staðinn og tókst að slökkva eldinn rétt um kl. 21.  Um kl. 4 í nótt hafði eldurinn blossað aftur upp og var þá sýnu meiri enda hvöss sunnanátt.  Sendi slökkviliðið um 10 menn aftur á 3 dælubílum og einnig var fengin aðstoð frá Hjálparsveitinni Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit.  Tókst að slökkva eldanna um kl. 7 í morgun og hafði þá brunnið um 2 ferkílómetra svæði.  Ekki voru hús í hættu en slökkviliðsmenn lögðu áherslu á að verja bæinn Torfur sem er norðan við Samkomugerði.  Fyrr í nótt slökkti Slökkvilið eld í ruslagámi í Vaðlaheiði, líklega hefur þar verið um íkveikju að ræða.  Það sem af er árinu hefur slökkviliðið farið í 6 útköll vegna sinubruna, þar af voru 4 útköll að kvöldi þrettándans innanbæjar á Akureyri.  Það er óvenjulegt að við þurfum að berjast við sinueld á þessum árstíma.

Þess vegna er rétt er að brýna það að nú er jörð þurr og mikil sina víða.  Þarf því lítið til að eldur breiðist út um stórt svæði.  Þess vegna ber að sýna sérstaka varkárni.  Vonandi er þrettánda- og áramótabrennum lokið en við viljum minna á að leyfi þarf fyrir slíku. 

Á þessari mynd sést útbreiðsla eldsins, bálkösturinn er lengst til hægri, myndin er tekin til austurs.

Sinueldur í Eyjafjarðarsveit 7-8.janúar 2006