Það voru slökkviliðsstjórar liðanna í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri og Grýtubakkahreppi sem tiltu sér niður á slökkvistöðinni á Akureyri til formlegrar undirritunar. Samningurinn er stuðningskjal inn í brunavarnaráætlanir slökkviliðna og tryggir þeim gagnkvæma aðstoð í þeirri vá sem að getur steðjað í sveitarfélögunum.